Þessir félagsmenn innan Beint frá býli gefa afurðir í matarkörfu til vinningshafa í hugmynda- og uppskriftasamkeppninni Þjóðlegir réttir á okkar veg. Andvirði hverrar matarkörfu er um 24.000 kr.

Beint frá býli – félag heimavinnsluaðila er félag bænda sem stunda stunda sölu afurða beint frá býli á Íslandi. Félagið var stofnað í febrúar 2008 og fagnar því tíu ára afmæli í ár.

Meginmarkmið félagsins er að tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki vöru er í fyrirrúmi og að hvetja til varðveislu hefðbundinna framleiðsluaðferða og kynningar á svæðisbundnum hráefnum og hefðum í matargerð. www.beintfrabyli.is

Ljúffengar afurðir frá meðlimum félagsins verða í gjafakörfum þeirra sem raðast í fimm efstu sætin. Körfurnar innihalda:

Lífrænt vottað lambalæri frá Brekkulæk í Miðfirði

Bayonskinka frá Miðskeri á Nesjum í Hornafirði

Entrecôte ungnautasteik frá Leirulæk (Mýranaut) í Borgarnesi

Geitaostur og paté frá Háafelli (Geitfjársetur) á Hvítársíðu

Landnámshænuegg og kindabjúgu frá Dísukoti í Þykkvabæ

Perlubygg og krydduð rabbarbarasulta frá Móður Jörð í Vallanesi á Fljótsdalshéraði

Blandað grænmeti frá Sólheimum í Grímsnesi

Repjuolía frá Þorvaldseyri

Skyrkonfekt frá Erpsstöðum í Búðardal

Rabbarbarakaramellustöng frá Löngumýri

Lífrænar kjúklingabringur frá Litlu Gulu Hænunni 

 

SKRÁ MÍNA HUGMYND