Scroll To

Brennandi heit Berusósa fær góðar viðtökur

Hjónin William Óðinn Lefever og Greta Mjöll Samúelsdóttir framleiða sósuna Beru hot sauce á Karlsstöðum í Berufirði og er fyrsta hot sauce-sósan sem framleidd er hér á landi. Það var þó ekki þrautalaust fyrir hjónin að koma áhugaverkefninu sínu og sósunni á markað en eftir stífa vöruþróun, mikla hugmyndavinnu, tilraunamennsku og styrki frá Uppbyggingarsjóði Austurlands varð hugmynd þeirra að veruleika

„Framleiðslan hófst haustið 2018 en við ákváðum að hefja hana vegna fjölda áskorana frá vinum og fjölskyldu og vegna þess að Uppbyggingarsjóður Austurlands bauð upp á styrk sem kom til greina fyrir fjármögnun slíks verkefnis. Þá var hægt að tryggja fjármagnið sem til þurfti við að hefja framleiðslu,“ útskýrir Óðinn og segir jafnframt:
„Markaðssetning á sósunni hefur gengið vonum framar. Þetta er enn sem stendur aukaverkefni unnið af áhuga og ástríðu og því þarf að taka hænuskref. Áhuginn frá neytendum er mjög tilfinnanlegur sem er jákvætt og margir góðvinir okkar koma að þessu sem hjálpa okkur á flestum sviðum. Síðan höldum við bara áfram og stefnum á að koma á markað annari sósu í lok þessa árs.“

Bera er fyrsta íslenska „hot sauce” sósan. Hún er nefnd eftir austfirskri skessu og framleidd í samnefndum firði. Innihald hennar er eftirfarandi: Habaneropipar, bananar, mangó, edik, eplaedik, laukur, hvítlaukur, sjávarsalt, fennilduft.

Bera sterk sósa