Ísleifur heppni

Í mathöllinni á Hlemmi er rekin áhugaverð ísbúð, Ísleifur heppni þar sem ísinn er búinn til á staðnum á hverjum degi fyrir framan viðskiptavini með úrvalshráefni eins beint frá bónda og mögulega hægt er hverju sinni. Notuð er íslensk lífræn mjólk í ísinn og rjóma frá íslenskum kúm sem borða ferskt gras yfir sumartímann. Íslensk jarðarber eru notuð í ísinn þegar þau eru í sölu og súkkulaði kemur frá Omnom. Engin aukaefni eru notuð í ísinn eins og matarlitir eða jafnarar, einungis eru náttúrlegir litir notaðir.

Ísinn er frystur með fljótandi köfnunarefni (Nitrogen) sem er – 196°C sem gerir það að verkum að það myndast engir ískristallar í honum. Hann verður silkimjúkur eins og mjúkt smjör og er mjög þéttur í sér og inniheldur um það bil 5% loft á meðan venjulegir ísar úr vél eru með allt að 30-40% loft.

 

 

Aðrir Frumkvöðlar