Stiklur

 • 870-990

  Landnámstímabil

  Á fyrstu öldum byggðar voru hér nautgripir, hross, sauðfé, geitur, hænur og svín sem landnámsmenn fluttu með sér. Selir voru veiddir, kjötið borðað, spikið nýtt sem ljósgjafi og skinnin í ýmsan fatnað. Fiskveiðar voru stundaðar í sjó, ám og vötnum. Skyrið gert úr mjólk kinda, kúa og geita, en mjólkurafurðir hafa verið stór þáttur í mataræði Íslendinga. Ostagerð var mikil á fyrstu öldum en lagðist nær af á 17. til 18. öld. Fuglaveiðar og eggjatínsa hafa verið stundaðar frá landnámi. Í upphafi landnáms var skógi og kjarri eytt til að fá svipað gróðurlendi og landnámsmenn þekktu í Noregi. Fyrst í stað var kjötið eldað úti en síðar færðust eldstæðin inn í torfbæina. Grasnytjar og berjatínsla hefur fylgt Íslendingum frá upphafi. Öldum saman byggðist mataræði Íslendinga á dýraafurðum en kornmeti hafði minna vægi.

 • 1000

  Hrossakjötsát bannað

  Hrossakjötsát var bannað þegar kristni var tekin upp.

 • 1100

  Veður byrjar að kólna

 • 1200-1299

  Skreið og hvalreki

  Útflutningur á þurkuðum fiski hefst á 13. öld. Ákvæði um eignarétt á hvalreka í Jónsbók.

 • 1300-1500

  Súrmatur, saltvinnsla, brauðmeti og sauðfé

  Í kólnandi veðurfari gekk hratt á skógana sem voru notaðir til beitar, upphitunar og kolagerðar. Vegna eldiviðarskorts verður saltvinnsla minni. Íslendingar bættu sér upp saltskortinn með því að geyma matvæli í mysu eða mjólkursýru. Geitum fer fækkandi en sauðfé fjölgar. Vegna hins kólnandi veðurfars dregur verulega úr kornrækt eins og byggi og innflutningur á mjöli er takmarkaður. Í stað brauða var harðfiskurinn hafður sem hversdagsmatur og skyrið góða ekki langt undan. Í stað korns kom ýmist fjallagrös, söl eða fjörugrös og af hvönninni var allt nýtt. Vegna frumstæðrar eldunaraðstöðu, auk skortsins á korni og eldiviði bauð brauðgerð upp á mjög sérstaka vöruþróun í aldanna rás: Flatkökur, pönnukökur, lummur, soðkökur, laufabrauð og pottbrauðið eða hverabrauðið sem enn þann dag í dag veitir okkur ákveðna sérstöðu.

 • 1400-1900

  Litla ísöld

 • 1500

  Hangikjöt og saltfiskur

  Reyking kjöts tíðkaðist á miðöldum en fiskur var líklega ekki reyktur fyrr en löngu síðar. Veðurfar takmarkaði þurrkun á kjöti utandyra. Smám saman varð hið fræga íslenska hangikjöt til. Taðreyking varð algengari þegar skorti eldivið. Allt frá 16. öld hefur saltfiskur verið verkaður á Íslandi til útflutnings fyrst í stað af erlendum kaupmönnum en um 1800 fóru Íslendingar að selja hann sér til viðurværis.

 • 1550

  Brugghús rekið í Viðey

 • 1600-1700

  Einokun hefst. Ræktun gulrófa. Mjölleysi áberandi. Ostagerð við það að leggjast af.

  Ræktun á gulrófum hófst, tilraunir með kartöflurækt, Árið 1690 voru ræktaðir stórir kálgarðar á Þingeyrum og Möðruvöllum. Mjölleysi varð áberandi um 1600. Einokunartímabil stóð frá 1602-1787. Á 17. og 18. öld hófu Baskar hvalveiðar við Íslandsstrendur

 • 1750

  Kartöflurækt, heilbaunir og hreindýr, smjör- og ostagerð

  Áróður fyrir betri nýtingu jarðargróðurs og kúmen er flutt inn til landsins. 1758 er fyrsta uppskera á kartöflum sem ræktaðar voru á Bessastöðum. Fyrstu gulu heilbaunirnar fluttar inn til landsins. Fyrstu hreindýrin eru flutt inn til landsins. Björn Halldórsson í Sauðlauksdal, frumkvöðull í ræktun matjurta gerir merkilegar tilraunir og skrifar fræðirit. Ólafur Olavíus skrifar bækling um smjör- og ostagerð.

 • 1783-1784

  Skaftáreldar og kaupstaðaréttindi Reykjavíkur

  75% bústofns drepst og 20% landsmanna létust. 1786 fær Reykjavík kaupstaðarréttindi. Þéttbýli að myndast.

 • 1800-1879

  Matjurtagörðum fjölgar, Fýlsveiðar og egg í ösku- breytingar á matarháttum vegna þéttbýlismyndunar

  Matjurtagörðum við sveitabæi fjölgar úr 290 í 3500 garða. Um 1820 er getið um Fýl í Mýrdalnum og veiði hefst um 10 árum síðar. Á Norðurlandi er eggjataka mikil og eggin geymd í ösku eða kalki til vetrar.

 • 1880-1907

  Fyrsti Búnaðarskólinn stofnaður, Síldarævintýrið hefst

  Húsfreyjan Guðrún Zakaríasdóttir var rómuð fyrir framleiðslu matvæla, þar á meðal osta- og smjörgerð. Þar var Roquefort gerður úr sauðamjólk og Gorgonzola úr kúamjólk. Byrjað var að rækta rabbarbara. 1882 var einn kaldasti vetur landsmann og munaði um þegar 32 stórhveli rak á land og bjargaði mörgum frá hungurdauða. Árið 1890 eru svín aftur flutt til landsins. Við Múlakot í Fljótshlíð vekur athygli einkagarður Guðbjargar Þorleifsdóttur sem einnig ræktaði matjurtir. Fyrsti mjólkurskólinn var stofnaður árið 1900 á Hvanneyri og stuttu síðar voru tvö rjómabú stofnuð. Í lok 19. aldar hríðféll verð á ull og sauðfé til útflutnings og farið var að selja íslenskt smjör til Englands. Árið 1904 hófst ræktun kartaflna við hverahita. Stærstur hlut Íslendinga býr enn í torfbæjum. Um 1900 breyttust veiði og verkunaraðferðir sem leiddu til aukinna þorsk- og síldveiða. Siglufjörður varð miðstöð síldveiða en síldin hvarf svo árið 1969.

 • 1900-2000

  Þjóðfélagið breytist í velmegunarsamfélag

  Saltkjöt og saltfiskur verða almennur heimilismatur. Bakaraofnar og eldavélar verða almennari eign og kökur, kex og sætabrauð meira áberandi á borðum landsmanna. 1930 komu fyrstu kæliskápar til landsins. Nýjar geymsluaðferðir eins og niðursuða og frysting leysa gamlar af hólmi og breyta mataræði okkar. Árið 1910 fluttu Íslendingar inn um helming þeirra matvæla sem þeir þurftu. Þetta hlutfall var 10% árið 1810. Árið 1913 settu Íslendingar lög til verndunar hvölum.

 • 1914-1918 Fyrri heimstyrjöldin

  Röskun varð á á útvegun matvæla. Íslendingar þvingaðir til að samþykkja verslunarsamning við Breta. Spenna skapaðis milli neytenda í þéttbýli og matvælaframleiðanda, bænda og útgerðamanna. Kjöt varð munaðarvara og verð á mjólk og smjör rauk upp.

 • 1923-1925

  Gróðurhús og tómatarækt

  Fyrsta gróðurhúsið hér á landi reist á Reykjum í Mosfellssveit1923 og árið 1925 hófst tómatarækt

 • 1927

  Kornrækt

  Á Samsstöðum í Fljótshlíð var tilraunabú þar sem kornrækt var meðal annars reynd 1927-1967.

 • 1930-1935

  Mjólkurbú og sauðnaut

  Stærsta mjólkurbú landsins á Korpúlfsstöðum í Grafarvogi var stofnað árið 1929. Sauðnaut voru flutt inn til landsins árið 1930 sem drápust úr búfjársjúkdómum. Hvalveiðar hófust að nýju 1935

 • 1937

  Fyrsti pylsuvagn Bæjarins bestu setttur upp í Austurstræti

 • 1939-1945 Seinni heimsstyrjöldin

  Ísland var eitt fárra landa í Evrópu sem upplifði hagvöxt í stríðinu. Í stríðslok hafði landið breyst úr einu fátækasta landi í Vestur Evrópu í eitt af þeim ríkustu. Útflutningsatvinnugreinarnar, eins og sjávarútvegurinn högnuðust vegna eftirspurnar erlendis. Innflutningur kornvara, ávaxta og hneta jókst verulega. Þrátt fyrir það tóku íslensk stjórnvöld að skammta ýmsar nauðsynjavörur. Matarmenning breta og Bandaríkjamanna hafði ekki eins mikil áhrif á matarmenningu okkar og margir ætla. Hins vegar fengum við að kynnast niðursoðnu svínakjöti,súkkulaði, poppi, ís, tyggjói að ógleymdu coke-cola. Neysla á mjólkurvörum. kindakjöti og fiski jókst sem og áfengisneysla.

 • 1940 Svínarækt sem atvinnugrein nær fótfestu

  1947 útgáfa Matur og drykkur

  Helga Sigurðardóttir dansk-menntaður hússtjórnarkennari gaf út matreiðslubók sem varð undirstaða matargerðar á íslenskum heimilum um áratugaskeið.

 • 1950

  Þorrablót að nútíma sið

  Þorrablót eins og við þekkjum þau í dag hefjast um 1950 en hinn heiðni siður að blóta Þorra aflagðist að mestu við kristnitöku. Ekki hafa fundist heimildir um þorrablót á miðöldum en með þjóðfrelsisbáráttu 19. aldar byrjuðu samkomur sem nefndust þorrablót. Þar var hangikjöt og rófustappa í öndvegi og ávaxtagrautur í eftirrétt. Hitt er annað að súrmaturinn sem er hluti af þeim mat sem er borinn fram á þorrablótum nútímans er og verður alltaf hluti af merkilegri matarsögu Íslendinga. Arið 1950 voru fjörugrös skráð sem sérstakur gjaldmiðill í kauphöllinni

 • 1952

  Niðursuðuverksmiðjan ORA stofnuð

  Ora var stofnað árið 1952 til þess að selja niðursoðnar fiskafurðir og eru Orabollur enn í dag vinsæll réttur – ekki síst meðal barna. Nafnið Ora er latína og þýðir strönd en þar er einmitt vísað til hafsins og þeirra afurða sem fyrirtækið framleiðir

 • 1960 Kjötframleiðsla hænsnfugla hefst og svepparækt byrjar á Laugalandi í Borgarfirði

 • 1970-1989

  1970 Áfengisbann á miðvikudögum afnumið 1989 - Bjór leyfður á Íslandi

 • 1990 -1995

  1990 nýting jarðhita til fiskþurrkunar hefst á Reykjanesskaganum 1993 McDonalds opnar á Íslandi