Scroll To

Terra Madre Nordic 2018

Þann 26.-29. apríl var Slow food matarviðburðurinn Terra Madre Nordic – Slow Food in the Nordic Countries haldinn í Kaupmannahöfn. Það var stoltur hópur íslenskra matvæla- og drykkjarframleiðenda sem kynntu vörur sínar og seldu gestum.
 
Fulltrúar frá Íslandi tóku jafnframt þátt í málstofum og smiðjum þar sem fjallað var um íslensk hráefni eins og söl, skyr og súkkulaðii. Slow Food Reykjavík stóðu að undirbúningi með aðkomu Íslandsstofu og Matarauðs Íslands.
 
Slow food hefur hreint ekkert með hægeldun að gera heldur er um að ræða hugmyndafræði sem leggur áherslu á nærsamfélagsneyslu og þekkingu á uppruna hráefna og matarmenningu. Matur á að vera góður, hreinn og verðið þannig að framleiðandinn geti framfleytt sér sjálfur. Er það ekki það sem við flest viljum?
 
Meðal þess sem rætt var um var vernd afurðaheita, skólamáltíðir og opinber matur ásamt mikilvægi þess að standa vörð um matarhandverk og matarmenningu. Áhugavert að sjá hvað nágrannaþjóðirnar eru að gera.
 
Yfirlit yfir framleiðendur: http://www.tmn18.com/exhibitors/meet-the-producers/