Líkaðu við þá rétti sem þér finnst fanga góða nýtni og skemmtilega útfærslu!

Matarauður Íslands í samvinnu við Hótel- og matvælaskólann kölluðu eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt hráefni sem vinna mætti hnossgæti úr.

Yfir 60 hugmyndir bárust sem matreiðslunemar á öðru ári fóru yfir en leituðu jafnframt fanga hjá ólíkum aðilum til að fá hugmyndir að aðgengilegum hráefnum þess árstíma sem eldunin stóð yfir.

Afraksturinn varð úrval rétta sem nemarnir elduðu fyrir dómnefnd og gesti í Mathöll Granda þann 9. apríl 2019. Myndaðist frábær stemmning og gestir ánægðir að fá að bragða rétti úr hráefnum sem þeim hefði aldrei dottið í hug að nýta sjálfir.

Í dómnefnd voru Elíza Reid forsetafrú, Ragnar Wessmann og Gísli Matthias Auðunsson.

Réttir eftir nemendur á öðru ári í Hótel- og matvælaskólanum

Allir réttirnir voru bornir fram á diskum eftir Ólöfu Erlu Bjarnadóttur leirlistakonu – https://www.kirs.is

Smelltu á myndirnar til að sjá uppskriftirnar á bak við réttina