Myndbandið sýnir stemmninguna á uppskeruhátíðinni okkar í vor í Granda Mathöll!

við höldum áfram að vinna með vannýtt hráefni og matvæli fyrir árið 2020

Við Íslendingar búum yfir frumkvöðlahjarta sem nýta þarf betur til að skapa verðmæti úr vannýttum matvælum og gjöfulli náttúru. Þannig má sporna gegn matarsóun og ýta undir viðskiptatækifæri sem ratar upp í munn og niður í maga.

Deildu þínum hugmyndum með okkur. Samstarfsaðilar okkar, Hótel- og matvælaskólinn, munu nota þær afurðir sem eru aðgengilegar á þeim árstíma sem eldað er, þ.e.a.s á vorönn 2020. Kennarar og nemendur munu velja þrjár innsendar hugmyndir um vannýtt matvæli. Höfundum þeirra verður boðið í  spjall um mögulegar útfærslur með matreiðslumeistara og vöruhönnuð. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem langar að þróa viðskiptahugmynd eða bara kynnast sköpunarkrafti matreiðslumeistara og hönnuða.

Kíktu á 10 hugmyndir að matarbitum sem voru skapaðir úr vannýttum hráefnum síðasta vor, Kjóstu það sem þér líst best á og verðskuldar athygli!!

Kjóstu hnossgæti úr vannýttum hráefnum

eftir nemendur á öðru ári í Hótel- og matvælaskólanum vorönn 2019

Smelltu á myndirnar til að sjá uppskriftirnar á bak við réttina

Allir réttirnir voru bornir fram á diskum eftir Ólöfu Erlu Bjarnadóttur leirlistakonu – https://www.kirs.is

Sjá nánari frétt um uppskeruhátíðina á vorönn 2019 hér: https://mataraudur.is/hnossgaeti-ur-vannyttum-hraefnum-hvad-er-ad-fretta/