Nú köllum við eftir enn fleiri hugmyndum um nýtingu matvæla sem lenda sjaldan á diskum Íslendinga í dag!

Ef þú ert með hugmynd að hnossgæti úr vannýttu hráefni sem væri t.d. frábær í smárétti og móttökur sendu okkur línu. Með því að skruna niður síðuna getur þú líkað við þá rétti sem þér finnst áhugaverðir eða verðskulda meiri athygli innan íslenskrar matarflóru!

 

Í vor kölluðum við eftir hugmyndum frá almenningi í samvinnu við Hótel- og matvælaskólann

Við vildum fá sem fjölbreyttastar hugmyndir um hnossgæti sem vinna mætti úr vannýttu hráefni.
Yfir 60 hugmyndir bárust sem matreiðslunemar á öðru ári prófuðu sig áfram með. Maturinn og snarlið var síðan unnið út frá aðgengi hráefna miðað við árstímann.

Afraksturinn varð að 10 hnossgætum sem nemarnir úbjuggu fyrir dómnefnd og gesti í Mathöll Granda. Þar myndaðist frábær stemmning og gestir ánægðir að fá að bragða rétti úr hráefnum sem þeim hefði aldrei dottið í hug að nýta sjálfir. Sjá nánari frétt um viðburðinn hér: https://mataraudur.is/hnossgaeti-ur-vannyttum-hraefnum-hvad-er-ad-fretta/

Réttir eftir nemendur á öðru ári í Hótel- og matvælaskólanum

Allir réttirnir voru bornir fram á diskum eftir Ólöfu Erlu Bjarnadóttur leirlistakonu – https://www.kirs.is

Smelltu á myndirnar til að sjá uppskriftirnar á bak við réttina