Um verkefnið
Það hefur orðið mikil vakning um nýtingu þörunga og margir áhugasamir um að nýta þennan matarauð bæði til einkanota en einnig í ýmsa framleiðslu. Til að auðvelda almenningi aðgengi að heildstæðu og notendavænu þörungakorti var ráðist í þessa vefútgáfu. Eydís Mary Jónsdóttir, land- og umhverfisfræðingur hafði yfirumsjón með kortlagningu ásamt Gunnhildi Georgsdóttur í samvinnu við Matarauð Íslands. Við kortlagningu var m.a. stuðst við vistgerðakortagögn Náttúrufræðistofnunar Íslands. Meira um þörunga má finna https://mataraudur.is/hraefni/fjorunytjar/
Til að fá frekari upplýsingar um hvern þörung er smellt á heitið í dálknum til hægri og þá kemur upp yfirlitskort af Íslandi með þeim stöðum þar sem hægt er að týna viðkomandi þörung. Síðan er hægt velja það svæði sem þú vilt skoða með því að smella á hringinn. Þá færðu nærmynd af svæðinu og þegar smellt á litað svæði/strandlengju kemur upp mynda og textabox ásamt hniti og kvarða um hversu auðvelt er að finna þörunginn.