Matarauður Íslands var tímabundið verkefni og lauk störfum í desember 2020. Vefnum er haldið við af Gleipni nýsköpunar- og þróunarsetri á Vesturlandi.

Matarauður Íslands hefur lagt sitt af mörkum til að efla innviðastoðir matar í ferðaþjónustu með þátttöku allra landshluta, styrkja aðgerðir og áhuga á nærsamfélagsneyslu, styðja við vöru- og þjónustuþróun og tefla fram matarmenningu og sérstöðu íslensks hráefnis. Umræða og áhugi á matvælum sem auðlind hefur breyst á þessum fimm árum og einkennist meira af tengingu við umhverfisvernd, gæði, menningu og tækifæri. Þá hefur orðið ákveðin hugarfarsbreyting innan grasrótar, bændur sýna því meiri áhuga að færa sig ofar í virðiskeðjuna og ferðaþjónustan hefur lagt mun meiri áherslu á svæðisbundinn mat og tækifæri því tengdu. Hugarfarið stillir okkur saman en endurskoðun á regluverki ásamt aðgengi að fjármunum og sérfræðiráðgjöf þarf að fylgja með.
Hægt er að lesa sér til um þau verkefni sem Matarauður kom að í lokaskýrslunni í tengli hér að neðan. Vefnum er haldið við af Gleipni nýsköpunar- og þróunarsetri á Vesturlandi.
Matarauður- okkur að góðu!

Bragð og arfur
Við njótum þeirrar gæfu að búa við matarauð sem byggir á dýrmætri frumkvöðlahefð sem gengið hefur kynslóða á milli. Tilgangur Matarauðs Íslands er að nýta matarauðinn okkar sem sóknarfæri til frekari verðmætasköpunar innanlands í tengslum við matarferðaþjónustu, vöruþróun og ímyndaruppbyggingu. Leiðarljósið verður sjálfbær matvælastefna í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Ætlunin er að draga Íslendinga og erlenda gesti að hlaðborði íslenskra krása, upplýsa um sérstöðu og heilnæmi þeirra og tefla fram sögu Íslendinga sem birtist í matarmenningu og hefðum.
Svæðisbundin hráefni, matargerð og matarhefðir

Hráefni
Sérstaða og hreinleiki íslensks hráefnis leggur grunn að ímynd Íslands sem matvælalands. Íslendingar búa við skilyrði til að framleiða gæðamatvæli í sátt við sjálfbæra þróun og mikilvægi norðurslóða sem matvælauppsprettu mun aukast á komandi árum og áratugum
Lesa nánar
Nýsköpun & matarfrumkvöðlar
Íslendingar búa almennt yfir kraftmikilli frumkvöðlahugsun en það eru samvinna og þekkingaryfirfærsla sem eru bestu drifkraftar nýsköpunar og framþróunar.
Mikil gróska er í nýsköpun og frumkvöðlastarfi á sviði matvæla á Íslandi. Á síðustu árum hefur nýtni orðið meira áberandi meðal frumkvöðla. Matvæli, drykkir, fæðubótarefni, snyrtivörur, plástrar og margt fleira eru afrakstur frumkvöðlastarfs innan matvælageirans.
Sjálfbærni, velferð & heilbrigði

Sjálfbært Ísland
Sjálfbærni er hinn rauði þráður framtíðarinnar. Sjálfbær þróun er skilgreind þannig að þörfum samtímans sé fullnægt án þess að skerða möguleika komandi kynslóðar til að fullnægja sínum þörfum. Í því felst verndun umhverfis, notkun hreinna orkugjafa, aukin atvinnutækifæri, áhersla á menningarleg gildi og hefðir, friður, öryggi og efnahagslegur vöxtur.
Sjálfbærni í mavælageiranum er skilgreind þannig að framleiðsla og neysla matvæla stuðli að heilbrigði jarðarbúa og þess umhverfis sem við lifum í, nú og til framtíðar.

Vizkubrunnur
Hér finnur þú myndir, myndbönd, greinar og upplýsingar um vörumerkið
Lesa meira
Um okkur
Megintilgangur Matarauðs Íslands var annars vegar að efla ímynd okkar innanlands sem matvælaþjóð og auka með því ásókn í íslenskar matvörur og hins vegar að styrkja verkefni sem stuðla að eflingu matarferðaþjónustu og annarra atvinnutækifæra í tengslum við matarauðinn okkar um land allt. Leiðarljósið var sjálfbær matvælastefna heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og samvinna atvinnugreina.
Lesa meiraFréttir og Greinar
-
Íslenskt matarhandverk til vegs og virðingar
Matarhandverk er hluti af menningararfi þjóða og endurspeglar hefðir og samtíma nýsköpun. Með vaxandi áhuga á matarmenningu og matarferðaþjónustu hefur…
-
Oj er fiskur í matinn, eða hvað?
Fara þarf í átak til að auka fiskneyslu Íslendinga, sér í lagi yngri kynslóðarinnar enda einn hollasti skyndibiti sem völ…
-
Á Íslandi sárvantar kjötiðnaðarmenn- ekkert atvinnuleysi í stéttinni
Nautalund, hamborgarhryggur, beikon, pylsur, bjúgu, skinka, salami og kótilettur. Þetta ljúfmeti verður ekki til af sjálfu sér en það er…
-
Aldrei fleiri frumkvöðlafyrirtæki í matvælum -Efla má nýsköpun með betra rekstrarumhverfi og auknu samstarfi
Forsvarsmenn nýsköpunarfyrirtækja í matvælaframleiðslu telja að íslenskt umhverfi sé að mörgu leyti ákjósanlegt fyrir frumkvöðlastarfsemi í matvælaframleiðslu. Matvælageirinn er mikilvæg…