Matarauður Íslands hefur lagt sitt af mörkum til að efla innviðastoðir matar í ferðaþjónustu með þátttöku allra landshluta, styrkja aðgerðir og áhuga á nærsamfélagsneyslu, styðja við vöru- og þjónustuþróun og tefla fram matarmenningu og sérstöðu íslensks hráefnis. Umræða og áhugi á matvælum sem auðlind hefur breyst á þessum fimm árum og einkennist meira af tengingu við umhverfisvernd, gæði, menningu og tækifæri. Þá hefur orðið ákveðin hugarfarsbreyting innan grasrótar, bændur sýna því meiri áhuga að færa sig ofar í virðiskeðjuna og ferðaþjónustan hefur lagt mun meiri áherslu á svæðisbundinn mat og tækifæri því tengdu. Hugarfarið stillir okkur saman en endurskoðun á regluverki ásamt aðgengi að fjármunum og sérfræðiráðgjöf þarf að fylgja með.
Hægt er að lesa sér til um þau verkefni sem Matarauður kom að í lokaskýrslunni í tengli hér að neðan. Vefnum er haldið við af Gleipni nýsköpunar- og þróunarsetri á Vesturlandi.
Matarauður- okkur að góðu!