Við erum að safna matarminningum og geta allir sent okkur sem vilja. Smelltu hér og undir myndinni er flipi sem heitir matarminningar, smelltu á hann líka. Þar er form sem hægt er að fylla út.

Takk fyrir að taka þátt í að varðveita matarminningar. Okkur langar sérstaklega að þakka starfsfólki dvalar- og hjúkrunarheimila á landinu sem hafa safnað matarminningum fyrir okkur.

Vesturland

Landshluti & aldur: Vesturland, 74 ára

Hver er þinn uppáhalds íslenski réttur?

Siginn fiskur með mörfloti og uppáhaldshráefnið mitt er hrossakjöt

Hver er þín fyrsta matarminning?

Lax í Múlaseli í Hraunhreppi

Er sérstök matarhefð í þinni fjölskyldu?

Mikið saltkjöt, saltfiskur og skata. Mamma reykti alltaf kjöt og bjúgu í kofa.

Þekkir þú til hugtaka við verkun, matreiðslu eða áhalda sem eru að gleymast?

Sjálfskeiðungur, hornspónn og askur

Landshluti & aldur: Vesturland, 81 ára

Hver er þinn uppáhalds íslenski réttur?

Slátur og Hangikjöt. Fiskur er uppáhalds hráefnið mitt

Hver er þín fyrsta matarminning?

Át hrá bjargfuglsegg fyrir vestan og fannst það gott

Er sérstök matarhefð í þinni fjölskyldu?

Skata, saltfiskur, bjargfuglsegg. Skyrgerð og strokkað smjör

Þekkir þú til hugtaka við verkun, matreiðslu eða áhalda sem eru að gleymast?

Sjóða í spað. Hamrar sem voru notaðir til að mýkja kjötið

Vestfirðir

Landshluti & aldur: Vestfirðir, 87 ára

Hver er þinn uppáhalds íslenski réttur?

Svið og rófur. Uppáhalds íslensku hráefnin mín eru fiskur og lambakjöt

Hver er þín fyrsta matarminning?

Trúlega rjómaterta á jólunum. Það var ekki mikið um soddan fínerí þá.

Er sérstök matarhefð í þinni fjölskyldu?

Aldrei kjöt á föstudaginn langa. Kaffibaunir voru alltaf brenndar í potti á kolaeldavél og malaðar í kaffikvörn. stundum notaður kaffibætir, líka kallað rót, til að spara kaffið.

Gera lundarbagga, ristlar, vafðir utan um hálsæðar, svo vömb saumuð utan um (allt vel þrifið). Soðið og sett í súr.

Þekkir þú til hugtaka við verkun, matreiðslu eða áhalda sem eru að gleymast?

Skilvinda og strokkur

Landshluti & aldur: Vestfirðir, 89 ára

Hver er þinn uppáhalds íslenski réttur?

Hangikjöt og siginn fiskur

Hver er þín fyrsta matarminning?

Súkkulaði sem bráðnaði og klíndist út um allt

Er sérstök matarhefð í þinni fjölskyldu?

Skata á Þorláksmessu

Þekkir þú til hugtaka við verkun, matreiðslu eða áhalda sem eru að gleymast?

Súrsun, Rykklingur, steinbítur sem harðfiskur, Skyrtunnur og skilvindur

Landshluti & aldur: Vestfirðir, 92 ára

Hver er þinn uppáhalds íslenski réttur?

Skyr og rjómi

Hver er þín fyrsta matarminning?

Fiskur

Er sérstök matarhefð í þinni fjölskyldu?

Steikja harðfiskroð

Þekkir þú til hugtaka við verkun, matreiðslu eða áhalda sem eru að gleymast?

Gera hnoðmör og hamsatólg

Norðurland

Landshluti & aldur: Norðurland, 83 ára

Hver er þinn uppáhalds íslenski réttur?

Ýsa, steinbítur og rauðmagi

Hver er þín fyrsta matarminning?

Hafragrautur á Siglufirði

Landshluti & aldur: Norðurland, 68 ára

Hver er þinn uppáhalds íslenski réttur?

Soðinn lax með grænmeti og eggjum og uppáhaldshráefnið mitt er ýsa.

Hver er þín fyrsta matarminning?

Að borða bjúgu á Siglufirði

Er sérstök matarhefð í þinni fjölskyldu?

Lambalæri annan hvern sunnudag og lambahryggur hina sunnudagana

Landshluti & aldur: Norðurland, 86 ára

Hver er þinn uppáhalds íslenski réttur?

Saltfiskur lambakjöt

Er sérstök matarhefð í þinni fjölskyldu?

Kinda, skepnu fætur að rotna, látnar rotna til að hreinsa hár af , siðan saltað og soðið. soðið og fitan notuð i sápu . enn lappirnar settar siðan i súr.

Silungsveiði i net í lækjum. Silungur og Lax sigin og saltaður. Mjólk i læknum til að geyma.

Þekkir þú til hugtaka við verkun, matreiðslu eða áhalda sem eru að gleymast?

Hornspænir, vasahnifur, sjálfskeiðingur, skeiðahnifur i sliðri.

Landshluti & aldur: Norðurland, 80 ára

Hver er þinn uppáhalds íslenski réttur?

Lærisneiðar Lambakjöt

Hver er þín fyrsta matarminning?

Allir heima og saman að borða

Þekkir þú til hugtaka við verkun, matreiðslu eða áhalda sem eru að gleymast?

Mjólk og mjólkurvinnslan er að gleymast heima. Vantar að nota meira rjóma

Landshluti & aldur: Norðurland, 90 ára

Hver er þinn uppáhalds íslenski réttur?

Kjötsúpa, lambakjöt

Hver er þín fyrsta matarminning?

Heima i gamladaga þar sem allir fengu kakó og jólaköku kl. 18.00 á aðfangadag og Hangikjöt um kvöldið áður enn við fórum að sofa kl. 9 til 10 kalt með öllu tilheyrandi sósa og laufabrauð

Er sérstök matarhefð í þinni fjölskyldu?

Kúttmagi , mjöl og lifur hrært saman og sett inni kúttmagan sem er búið að hreinsa og verka og sauðað fyrir og borðað nýtt

Þekkir þú til hugtaka við verkun, matreiðslu eða áhalda sem eru að gleymast?

Skilvinda strokkur. Súrmatur var settur i settur i stóra eikar tunnu enn plast tunnur nútimans eru ekki góðar og ekki gott bragð.

Landshluti & aldur: Norðurland, 83 ára

Hver er þinn uppáhalds íslenski réttur?

Sviðalappir, lambakjöt

Hver er þín fyrsta matarminning?

Þegar ég var 7 ára og mamma þurti að fara að heiman og ég tók það að mér að verða húsmóðir. Þá sauð ég kjötsúpu fyrir pabba og gekk vel þangð til nágranna konan kom og eiðilagði súpuna með því að setja hafragrjón i súpuna.

Er sérstök matarhefð í þinni fjölskyldu?

Alltaf fiskur á skírdag. Mikil fiskur og nánast bara kjöt á sunnudögum. sakna þess að fá ekki kúttmaga var vön að gera hann sjálf

Landshluti & aldur: Norðurland, 93 ára

Hver er þinn uppáhalds íslenski réttur?

Kótilettur í raspi, Lambakjöt

Er sérstök matarhefð í þinni fjölskyldu?

Allt framleitt heima og mikil vinna á haustinn við slátrun.
Kaupstaðaferð 2 á ári og þá fór bóndinn og kannski einn vinnumaður með til að hjálpa til.Að svípa hausa og lappir af skepnum, kindum ,geitum i smiðju

Þekkir þú til hugtaka við verkun, matreiðslu eða áhalda sem eru að gleymast?

Öll gömlu verkfærin sem enginn kann lengur á til að fullvinna mjólkina heima

Landshluti & aldur: Norðurland, 94 ára

Hver er þinn uppáhalds íslenski réttur?

Brúnað lambakjöt

Hver er þín fyrsta matarminning?

allir saman að borða heima og öruglega silungur á borðum því hann var veiddur allt árið undir ís á vetrum og i net á sumrinn

Er sérstök matarhefð í þinni fjölskyldu?

Sigin silungur
saltaður silungur og
Létt reykt á brauð

Þekkir þú til hugtaka við verkun, matreiðslu eða áhalda sem eru að gleymast?

Þessi mikla vinna á haustinn við suðu , súr og söltunn.
td. að kalona vambir.

Landshluti & aldur: Norðurland, 94 ára

Hver er þinn uppáhalds íslenski réttur?

Hangikjöt, Rjúpa og uppáhaldshráefnið mitt er lambakjöt

Hver er þín fyrsta matarminning?

Pabbi að reita rjúpu ég 5 ára, öll fjölskyldan saman enn þetta kvöld verður mamma veik og fer i burtu i 3 ár .

Er sérstök matarhefð í þinni fjölskyldu?

Hangikjöt á jólum. Rjúpan var nýmeti allan veturinn og því góð.

Matar tilbúningurinn að hausti, sjóða, súrsa, salta. og allt þurti að vinna sjálfur og á stuttum tíma. Saltfiskur , sigin fiskur og þurkaður. Hundamatur i súr

Þekkir þú til hugtaka við verkun, matreiðslu eða áhalda sem eru að gleymast?

Fótasulta Fótaostur. Kinda svið af fullorðnu saltað. Ungar kindur borðuð ný og súrsuð.

Sleggja til að berja harðfisk, Skilvinda, strokkur,

Landshluti & aldur: Norðurland, 86 ára

Hver er þinn uppáhalds íslenski réttur?

Súrmatur

Hver er þín fyrsta matarminning?

Lambakjöt

Er sérstök matarhefð í þinni fjölskyldu?

Súrir laxahausar. Nes i Aðaldal. Hlóðar bakað rúgbrauð. Plata sett yfir tað hlóð, hnallurinn (brauðið ) sett ofaná og siðan pottur hvoldur yfir og siðan hulið með ösku i sólarhring.

Þekkir þú til hugtaka við verkun, matreiðslu eða áhalda sem eru að gleymast?

Súrmatur orðinn miklu minni og ekki eins oft á borðum

Landshluti & aldur: Norðurland, 94 ára

Hver er þinn uppáhalds íslenski réttur?

Fiskur og rjúpur

Hver er þín fyrsta matarminning?

Hreindýrakjöt

Er sérstök matarhefð í þinni fjölskyldu?

Rauðgrautur um jólin. Rúllusteik. Úrbeinuð slög sem fyllt vorum með eplum og sveskjum, kryddað og látið liggja yfir nótt) þótti herramannsmatur.

Landshluti & aldur: Norðurland, 89 ára

Hver er þinn uppáhalds íslenski réttur?

Jólarjúpur. Uppáhalds hráefni er nýtt lambakjöt

Hver er þín fyrsta matarminning?

Nýtt svínakjöt

Er sérstök matarhefð í þinni fjölskyldu?

Um jólatíma var alltaf rauðgrautur, reykt rúllupylsa

Þekkir þú til hugtaka við verkun, matreiðslu eða áhalda sem eru að gleymast?

slátur og súrmatur

Landshluti & aldur: Norðurland, 92 ára

Hver er þinn uppáhalds íslenski réttur?

Brauðsúpa, fiskur uppáhalds hráefni

Hver er þín fyrsta matarminning?

Kálfakjötið

Er sérstök matarhefð í þinni fjölskyldu?

Rauðgrautur úr innfluttri saft eða niðursoðnum berjum með rjóma.

Þekkir þú til hugtaka við verkun, matreiðslu eða áhalda sem eru að gleymast?

Hleypa ábrystir, útvatna saltfisk, strokkar og skilvindur

Landshluti & aldur: Norðurland, 96 ára

Hver er þinn uppáhalds íslenski réttur?

Harðfiskur, Uppáhalds Íslenska hráefni er kjöt.

Hver er þín fyrsta matarminning?

Í sveitinni, feitt saltkjöt.

Er sérstök matarhefð í þinni fjölskyldu?

Hræringur, grjónagrautur, alls kyns grautar.

Þekkir þú til hugtaka við verkun, matreiðslu eða áhalda sem eru að gleymast?

Ábrystir. Reykja kjöt, láta fiskinn síga. Saltað hráefni í margskyns ílát

Landshluti & aldur: Norðurland, 85 ára

Hver er þinn uppáhalds íslenski réttur?

Sigin grásleppa, en fiskur er uppáhalds hráefnið mitt

Hver er þín fyrsta matarminning?

Steikt súpukjöt í sósu og brúnaðar kartöflur. Jólamaturinn á Litla koti

Er sérstök matarhefð í þinni fjölskyldu?

Það var allt borðað sem til var

Þekkir þú til hugtaka við verkun, matreiðslu eða áhalda sem eru að gleymast?

Spónn, Súrt, sigið, saltað

Landshluti & aldur: Norðurland, 97 ára

Hver er þinn uppáhalds íslenski réttur?

Kjöt í karrý en fiskur er uppáhalds hráefnið

Hver er þín fyrsta matarminning?

Kálfskinn og saltkjöt

Er sérstök matarhefð í þinni fjölskyldu?

Hangikjöt og laufabrauð. Allur innmatur nýttur og mikið saltað og reykt

Þekkir þú til hugtaka við verkun, matreiðslu eða áhalda sem eru að gleymast?

Kúttmagi, þorskhausar og lifur

Landshluti & aldur: Norðurland, 97 ára

Hver er þinn uppáhalds íslenski réttur?

Skyr en fiskur er uppáhaldshráefnið mitt

Er sérstök matarhefð í þinni fjölskyldu?

Alltaf betri matur á sunnudögum. Það voru engir ísskápar í mínu ungdæmi.

Landshluti & aldur: Norðurland, 93 ára

Hver er þinn uppáhalds íslenski réttur?

Hangikjöt en grænmeti er uppáhalds hráefnið mitt

Hver er þín fyrsta matarminning?

Hún var að Hnjúki í Skíðadal

Er sérstök matarhefð í þinni fjölskyldu?

Alltaf fínni matur á sunnudögum

Þekkir þú til hugtaka við verkun, matreiðslu eða áhalda sem eru að gleymast?

Súrsaður matur og handsnúnar hakkavélar

Landshluti & aldur: Norðurland, 68 ára

Hver er þinn uppáhalds íslenski réttur?

Kjöt í karrý

Hver er þín fyrsta matarminning?

Þegar ég kom fyrst til Íslands á sveitarbæ veturinn 1978/1979. Húsfreyjan eldaði heimilsmat þess tíma, sveið kinda- og nautshausa, súrsaði, bakaði og gat eiginlegt allt!

Er sérstök matarhefð í þinni fjölskyldu?

Ég er ekki íslensk og hef ekki íslenskan matar bakgrunn – en í dag eftir rúmlega 30 ár á landinu er það rabarbarasultan sem heillar mig mest, hvernig það má útfæra hana, t.d. sem eðal álegg á brauði, sultuð með súkkulaði og kaffi.

Ég er aðili að félagi Húsfreyjanna á Vatnsnesi. Við sjáum um árabil um Fjöruhlaðborðið í Hamarsbúð á Vatnsnesi með öllu sem í dag heitir „local food“ síðan um 1995. Þarna var borið á borð allt sem umhverfið býður upp á, frá hettumáfseggjum til blóðpönnukaka, til skonsutertu og sigins fisks. Endilega hafið samband við Húsfreyjanna, þarna er fjársjóður af fróðleiki um svæðisbundina matargerð að finna.

Það er ekki alltaf auðvelt að varðveita matarhefðir vegna  erfiðleika við kerfið, t.d. þegar um sviðna hausa fyrir sviðamessa er að ræða, þá veit ég heilan bálk um þetta.

Austurland

Landshluti & aldur: Austurland, 82 ára

Hver er þinn uppáhalds íslenski réttur?

Steiktur fiskur en uppáhalds íslenska hráefnið er fiskur.

Hver er þín fyrsta matarminning?

Rjúpur á Eskifirði

Er sérstök matarhefð í þinni fjölskyldu?

Saltkjöt og slátur og þurrkaður fiskur

Þekkir þú til hugtaka við verkun, matreiðslu eða áhalda sem eru að gleymast?

Skilvinda og hakkavél

Suðurland

Landshluti & aldur: Suðurland, 87 ára

Hver er þinn uppáhalds íslenski réttur?

Hangikjöt, kjöt og fiskur uppáhalds hráefni

Hver er þín fyrsta matarminning?

Kjötsúpa

Er sérstök matarhefð í þinni fjölskyldu?

Að leggja í súr

Þekkir þú til hugtaka við verkun, matreiðslu eða áhalda sem eru að gleymast?

Skilvindur

Landshluti & aldur: Suðurland, 61 ára

Hver er þinn uppáhalds íslenski réttur?

Glænýr fiskur með nýjum kartöflum, rúgbrauði og bræddu smjöri með graslauk

Hver er þín fyrsta matarminning?

Að drekka kalt kakó úr pottinum á eldavélinni til að fá skánina sem var seig og góð (3ja ára)
Hræringur úr heitum hafragraut með ísköldu, óhrærðu, eldsúru skyri, púðursykri og mjólk út á (4 ára)
Fiskur stappaður með kartöflum og tómatsósu

Er sérstök matarhefð í þinni fjölskyldu?

Gamlar hefðir þar sem ég bý (undir Eyjafjöllum) er saltaður og/eða reyktur fýll.
Allir ræktuðu kartöflur og rófur og borðuðu með flestum mat.

Svið voru gerð á flestum bæjum með logsuðutækjum. Fýll saltaður í tunnur. Settar niður kartöflur á hverjum bæ. Gerð hrossabjúgu. Brodmjólk tekin og eldaðar ábrystir.

Þekkir þú til hugtaka við verkun, matreiðslu eða áhalda sem eru að gleymast?

Man eftir að hafa heyrt bjúgu kölluð grjúpán. Rúllupylsupressa, stök hella til að baka flatkökur, lítil pottur kallaður kastarhola sem alltaf var smjör eða smjörlíki í, brætt og notað út á mat. nálar til að sauma sláturkeppi.

Landshluti & aldur: Suðurland, 88 ára

Hver er þinn uppáhalds íslenski réttur?

Súr lifrarpylsa og súrt slátur með með hafragrautnum á morgnana með mjólk, án sykurs

Hver er þín fyrsta matarminning?

Skyr og hafragrautur hrært saman – þá er það hræra eða hræringur – með mjólk út á – og sykur. Hafragrjónin voru ódýrari en hrísgrjón, þess vegna var hafragrautur oftar notaður í þetta en grjónagrautur. Reynt að fara vel með alla hluti, all nýtt.

Skyr: Mjólkin var flóðu/hituð svo kæld aftur niðrí svona 36-7C. Þá var hrært skyr sykurlaust, sem var kallað þétti. Svo var íslenskt … magar úr ungkálfum voru teknir, efni í maganum sem þeir fæddust með og svo var búið til úr þessu sem var kallað hleypir sem hleypti mjólkina. Þá hljóp mjólkin, hún ysti svona og súrnaði svo.

Mysuostur: Mjólkin var hleypt fyrst, volg mjólk. Hljóp alveg í stykki og svo var það tekið, veitt upp, sett í dall og þrýst ofan í. Tekið upp úr sett í fjöl í hjall eða svoleiðis og svo þornaði þetta. Þótti gott að borða með smjöri og jafnvel kartöflum.

Er sérstök matarhefð í þinni fjölskyldu?

Bakað gott kaffibrauð til jólanna, smákökur og jólakökur og tertur. Þeyttur rjómi þekktist ekki fyrr en komin undir fermingu um 1943-4., Pískað með tveimur göfflum.

Þekkir þú til hugtaka við verkun, matreiðslu eða áhalda sem eru að gleymast?

Í gamla daga var vasahnífur notaður til að borða með, engir gafflar notaðir.

Kjötið var ekki sagað heldur hoggið með sérstakri öxi sem var hálfbeitt, hlutað niður í hæfilega bita.Þeir sem voru góður smiðir, eitt högg sem dugði í hvert skipti. Fór ekkert í eitthvert rugl þannig.

Ausur búnar til úr tré, litlar og svo stærri, t.d. til að ausa grautinn með. Smíðað heima. Búið til úr tré og gert með vasahnífnum sínum þeir sem voru lagtækið eins og kallað var.

Askarnir sem grautur og skyr var borðað úr. Svo gengu þeir úr sér og hætt að búa til þá voru gerðar litlar leirskálar með rósabekk á.

Höfuðborgarsvæðið

Landshluti & aldur: Höfuðborgarsvæðið, 85 ára

Hver er þinn uppáhalds íslenski réttur?

Kjötsúpa og mjólkurvörur uppáhaldshráefni

Hver er þín fyrsta matarminning?

Í Reykjavík, gott kakó og grjónagrautur á köldum degi

Er sérstök matarhefð í þinni fjölskyldu?

Kjötréttur með afar miklum lauk, réttur sem fjölskyldan hefur dálæti á og ættaður var ú Húsmæðraskólanum á Laugarvatni.
Sýrðar rauðrófur

Þekkir þú til hugtaka við verkun, matreiðslu eða áhalda sem eru að gleymast?

Að taka slátur. Leggja í mysu og setja í súr. Rabbarbarasaft, sett ásamt vatni í glerflöskur, tappi settur þétt í og svo var lakkað vel yfir tappann til að gera loftþétt, – þetta geymdist lengi.

Landshluti & aldur: Höfuðborgarsvæðið, 38 ára

Hver er þinn uppáhalds íslenski réttur?

Skötuselur með kartöflugratíni og spergilkáli

Hver er þín fyrsta matarminning?

Starfaði veitingastað Hótel Borgar 1996-1997 og kokkarnir þar voru ekkert feimnir við að elda eins ofsalega góðan og óhollan mat og þeir gátu. Sérstaklega minnistæðir réttir voru mjög rjómamikið kartöflugratín, nautasteikur með þettum soðsósum og súkkulaðikökur bakaðar úr risastóru innflutt amerísku suðusúkkulaði. Munaður á mjög háu stigi allt saman.

Er sérstök matarhefð í þinni fjölskyldu?

Hrossabjúgu klikka aldrei en móðir mín ólst upp í Þykkvabæ. fFskur frá Hornströndum.

Þekkir þú til hugtaka við verkun, matreiðslu eða áhalda sem eru að gleymast?

Já – flökun á fiski, fiskisúður úr fiskbeinum, fiskur í raspi ef það er að gleymast. Brasa, geri mikið af því

Landshluti & aldur: Höfuðborgarsvæðið, 61 ára

Hver er þinn uppáhalds íslenski réttur?

Lambakjöt á diskinn minn. Sérstaklega marenaðar lambalundir.

Hver er þín fyrsta matarminning?

Naga bein.

Landshluti & aldur: Höfuðborgarsvæðið, 44 ára

Hver er þinn uppáhalds íslenski réttur?

Hangikjöt með kartöflum í uppstúfi, grænum baunum, heimagerðu rauðkáli, laufabrauði, Waldorfsalati og súkkulaði/ávaxtasalati

Hver er þín fyrsta matarminning?

Mínar uppáhalds matarminningar tengjast grilluðum lambakótilettum sem við fengum alltaf þegar við fórum í sumarbústað, sem var í viku í senn og þá voru þær hafðar 2x. Bornar fram með kartöflum, smjöri, sýrðum rjóma og maísbaunum. Enn uppáhalds sumarmáltíðin mín.

Er sérstök matarhefð í þinni fjölskyldu?

Heita súkkulaðið hennar Ömmu Hermínu heitinni. Hún bræddi Síríus suðusukkulaði í potti með mjólk og lét sjóða að mig minnir í 2 mínútur og hrærði stöðugt í á meðn – sagði þetta afar mikilvægt 🙂 Man ekki hvort hún bætti sykri og/eða vanillu út í – held ekki. Galdurinn var sletta af koníaki út í pottinn og fengu allir þá útgáfu, börn sem fullorðnir og vildi amma ekki hlusta á neitt væl um að finnast það ekki gott (þetta var bara smá keimur auðvitað sbr. sherry-fromage, þetta var ekki áfengur drykkur)! Stundum varð slettan þó óvart aðeins of stór og ég kom einu sinni heim eftir heimsókn til ömmu angandi af koníakslykt 🙂

Hamborgarhryggur á aðfangadag, hangikjöt á jóladag, lambalæri/hryggur á gamlársdag og páskadag.

Landshluti & aldur: Höfuðborgarsvæðið, ára

Hver er þinn uppáhalds íslenski réttur?

Kjötsúpa

Þekkir þú til hugtaka við verkun, matreiðslu eða áhalda sem eru að gleymast?

Að flaka t.d ýsu hreinsa hana skera í bita velta þeim í hrærðum eggjum og brauð raspi og steikja.