Með því að opna þá fjársjóðskistu sem sagan geymir finnum við hugmyndir, hráefni eða aðferðir sem nýtast sem innblástur í bland við það sem nútíminn býður upp á.

Látum hugkvæmni, sjálfbærni og frumleika vera okkar leiðarljós. Heiðrum náttúrunnar gjafir og gerum kröfur til þeirra sem hafa framleitt af alúð landbúnaðarvörur í yfir þúsund ár. Tölum saman, eflum samvinnu ólíkra atvinnugreina því þekkingaryfirfærsla er drifkraftur nýsköpunar og framþróunar.

 

Það er ýmislegt í rekstrarumhverfi frumkvöðlafyrirtækja á sviði matvæla og heilsuefna á Íslandi sem þarf að styrkja í bæklingnum Lærum af reynslunni, Staða og horfur í rekstri frumkvöðlafyrirtækja á svið matvæla og heilsuefna á Íslandi sem var gefinn 2020.

Auka þarf vitund íslenskra fjárfesta um virði þess að fjárfesta í matvælaframleiðslu og matarfrumkvöðlum, en mikil áhersla hefur verið á tæknigeirann hingað til. Hreyfingin Slow Money hefur talað fyrir því að fjármagnseigendur noti minnst 1% af fjármunum sínum til að byggja upp framleiðslu matar með áherslu á heilnæmt hráefni og sjálfbæra þróun.

Hægt er m.a. að sækja um styrki til Matvælasjóðs,Tækniþróunarsjóðs Rannís, Uppbyggingasjóði landshluta, Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands (frumkvöðla & fyrirtækjastyrki), Atvinnuþróunarfélaga, Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis, Arion banka (fyrirtæki/fjármögnun) og Frumkvöðlasjóð Íslandsbanka. Þá er auglýst eftir styrkumsóknum í samnorræn verkefni s.s. á vegum norræns samstarfs (norden.org) t.d.  Northern Periphery & Arctic Programs, og frá Evrópusambandinu. Evris og Inspiralia aðstoða við að sækja um og fá evrópska styrki til vöruþróunar og undirbúnings markaðssetningar erlendis. Ýmsir fjárfestingasjóðir eru starfandi eins og t.d. Crowberry Capital, Eyrir Invest og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins. Byggðastofnun og Svanni lánatryggingasjóður kvenna bjóða upp á lán.Það er líka ágætis yfirlit á vefsíðu Byggðastofnunar

Viðskiptahraðlar eins og Start up Iceland, Icelandic startup og Reykjavík start up aðstoða frumkvöðla og Sjávarklasinn, RATA, Landbúnaðarklasinn, KPMG og Deloitte bjóða upp á frumkvöðlaráðgjöf.

Ecotrophelia Europe  er alþjóðleg keppni um nýsköpun í sjálfbærri matvælaframleiðslu. Að henni standa hérlendis; Samtök iðnaðarins, Matís, Háskóli Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þá er Matís þátttakandi í EIT-food verkefni (Nýsköpunar- og tæknistofnun Evrópu) en tilgangur þess er að finna leiðir til nýsköpunar á heimsmælikvarða.

Gott er að fylgjast með á fésbókarsíðum Matarfrumkvöðla eða Matarauðs Íslands.Vefsíðunni icemade.is er ætlað að draga saman allt það helsta sem um er að vera í sprotaumhverfinu almennt. Þá eru góðar upplýsingar fyrir frumkvöðla á síðu Nýsköpunarmiðstöðvar og upplýsingar um stafræna miðlun hér.

Sjá nánar frétt um fjárfestingatækifæri 

Matarfrumkvöðlar

Drifkraftar nýsköpunar og framþróunar. Tækifæri fyrir fjárfesta