Korngrís frá Laxárdal

Korngrís frá Laxárdal er vörumerki Grís og flesk ehf. Okkar frumkvöðlastarf byggir á því að svínin okkar eru alin að mestu á íslensku fóðri, sem við ræktum sjálf.  Í dag er meginhluti ræktunarinnar bygg en einnig er ræktun á repju vaxandi ásamt því að tilraunir hafa verið gerðar með ræktun á hveiti, rúg og höfrum.  Þá eru gerðar tilraunir með hentugar aðferðir til að hvíla land sem er í stöðugri ræktun og leggjum sífellt mat á hvaða ræktunaraðferðir henta best.

Við sjáum um uppeldi svínanna og vinnum sjálf  úr okkar eigin afurðum. Við erum með kjötvinnslu staðsetta í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og erum með facebooksíðu „Korngrís frá Laxárdal“