Álfur brugghús- bjór úr kartöfluhýði

Við hjá brugghúsinu Álfi trúum því að það sé enginn bjór ef það er engin framtíð. Frá upphafi hefur sjálfbærni og umhverfismeðvitund því verið kjarninn í hugmyndafræði okkar, enda brennum við öll fyrir málefninu.

Í samstarfi við íslenska bændur höfum við fundið hágæða hráefni sem hingað til hefur ekki verið hægt að fullnýta og fundið leið til þess að gera frábæran bjór úr því. Það hefur aldrei annað komið til greina en að gera vistspor umbúðanna sem minnst að sama skapi og þess vegna völdum við að nota kippuhöld úr endurunnu bygg- og hveitihrati.

Eftir undirbúning síðasta árið erum við mjög spennt að fá að bjóða ykkur upp á afar bragðgóðan, sjálfbæran og íslenskan valkost í vínbúðina á næstunni: Búálf – Þess má síðan geta að Álfur fæst nú þegar á krana á ýmsum stöðum í bænum. Microbar, Microbar Kópavogi, Session, Mími og á Skál!

Við erum sannfærð um það að vistvænar umbúðir og sjálfbær framleiðsla sé hið nýja norm og hlökkum við til að sjá önnur brugghús feta í sömu vistspor.

 

We believe there’s no beer if there’s no future. From conception we’ve taken sustainability to heart as our ideology.

The past year we’ve been working hard developing our product. We’ve cooperated with Icelandic farmers to develop an amazing beer made from locally sourced quality produce that else would go to waste. It’s never been an option to make the packaging any less sustainable, and so we chose to use ‘turtle food’ to keep our six-packs together. It’s basically barley and wheat that beer has been produced from.

We’re immensely excited to put on offer our tasty, Icelandic and sustainable beer in the alcohol stores in the coming weeks: Búálfur.
We’re convinced that sustainable produce and packaging is the new norm and look forward to a time where every producer takes this same mantra to heart.