Gamli Bakstur

Gamli Bakstur hóf störf seinni part ársins 2020. Fyrsta varan sem Gamli Bakstur framleiðir er hátíðarlaufabrauð. Markmið Gamla Baksturs með hátíðarlaufabrauði er að bjóða laufabrauð á markað, án afsláttar á því listræna formi og þeim gæðum sem íslenska þjóðin hefur þróað, allt frá átjándu öld. Við hömpun þessum matararfi okkar og framþróun með tilliti til nútíma framleiðslu, verslunar og lifnaðarhátta.