Urta Islandica ehf

Fjölskyldu fyrirtækið Urta Islandica ehf er byggt á grunni Urta Islandica, einkafyrirtækis Þóru Þórisdóttur myndlistarmanns og listfræðings. Hún hóf hönnun, framleiðslu og markaðssetningu á nýstárlegum matvörum og baðvörum úr íslenskum jurtum haustið 2010. Þóra og fjölskylda hennar stofnuðu einkahlutafélag um reksturinn árið 2013 og reka nú starfstöðvar í Hafnarfirði og Keflavík. Lagt var upp með að hafa frumleika, fagurfræði og fagmennsku að leiðarljósi en sjálfbærni og sanngirni sem grundvöll.

Urta Islandica sérhæfir sig í þróun, hönnun og framleiðslu á matargjafavöru úr íslenskum jurtum, berjum, salti og jarðsjó. Helstu framleiðsluvörurnar eru jurtate, jurtasölt, sýróp og sultur.
Náttúran hefur ávalt verið í fyrirrúmi hjá Urta Islandica og lagt er uppúr því að umbúðir séu umhverfisvænar og leitast er eftir fremsta megni við að forðast einnota plast í framleiðsluvörur fyrirtækisins. Sellófan umbúðir sem fyrirtækið notar eru niðurbrjótanlegar í náttúrunni og notast er við léttlím í merkimiða til að auðvelt sé að þrífa og endurnýta glerumbúðir.