North Marine Ingredients ehf

North Marine Ingredients ehf er íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í betri nýtingu hliðarafurða úr sjávarfangi með notkun kuldvirkra ensíma unna úr þorski. Við vinnsluna brjóta ensímin niður prótein og þannig er hægt að skilja þau frá föstu efni einsog beinum eða skel. Með þessari tækni hefur North Marine Ingredients ehf þróað aðferð til að vinna hágæða bragðefni úr fisk- og skelfiskafurðum sem annars eru illa eða ekkert nýtt. Fyrirtækið er með starfsemi í Sandgerði.