Skelfiskur

Scroll To Kræklingur í bjórsoði

Að lepja dauðann úr skel

Íslendingar eru smátt og smátt að læra betur að nýta og njóta skelfisks og verður málshátturinn „að lepja dauðann úr skel“ örugglega furðulegri með tíð og tíma og öllum óskiljanlegur áður en við vitum af.

Íslendingar virðast ekki hafa notað skelfisk mikið til átu hér áður fyrr þó að gjöfular fjörur leynist víða. Fyrrum var skelfiski þó aðallega safnað í beitu til fiskveiða. Nú er kræklingur ræktaður hér í hreinum sjó með góðum árangri og má því kaupa ferskan krækling í verslunum allt árið. Kræklingur, kúskel og hörpudiskur er allt hráefni til veislu. Hér áður fyrr var hann soðinn eða djúpsteiktur í feiti. Stundum súrsaður og jafnvel dýft í lýsi.

Að sumarlagi er það hin besta skemmtun að fara á kræklingafjöru í hressum hóp og tína í  kræklingaveislu. Best er að nýta hin björtu sumarkvöld og stundum er fengurinn eldaður í fjörunni. Soðið af kræklingnum er guðdómlegt og gott er að hafa nóg af nýbökuðu brauði við hendina til þess að dýfa í soðið. Einnig er hægt að bregða sér í sjóferð og borða hörpudisk og ígulkerjahrogn sem eru plægð beint upp af sjávarbotninum.

Flestir Íslendingar þekkja humarinn okkar góða sem er gjarnan framreiddur til hátíðabrigða. Höfn í Hornafirði hefur markaðssett sig skemmtilega sem humar áfangastað. Það er þó víða hægt að fá humar og veiðar einskorðast ekki við austurhluta landsins