Kartöflur

Scroll To Matarauður kræskilegar kartöflur

Almenn kartöfluræktun í Evrópu byrjaði bæði hægt og seint. Árið 1670 óskaði íslenskur jarðræktarmaður eftir því að fá útsæðiskartöflur sendar en óvíst er að honum hafi orðið að ósk sinni en staðfest frásögn um fyrstu uppskeruna er frá árinu 1758. Þær kartöflur voru ræktaðar á Bessastöðum þar sem forseti vor býr í dag.

Eftir hinar miklu hörmungar sem Skaftáreldar leiddu yfir land og þjóð í lok 18. aldar hófst almenn ræktun á matjurtum og þar með talið kartöflum. Eitt elsta og vinsælasta kartöfluafbrigiðið er sænskt að uppruna en það eru rauðar kartöflur. Kartöflur eru mikið borðaðar á Íslandi og eru bornar fram með flestum mat. Kartöfluræktun er vinsæl meðal almennings. Mörg sveitarfélög bjóða fólki aðgang að görðum til að rækta kartöflur sínar gegn vægu gjaldi. Þetta er heilmikil búbót í dag eins og áður fyrr en það er ekki leiðinlegt að borða sínar eigin kartöflur langt fram eftir vetri. Smælkið er algjört sælgæti með smjöri og ferskum kryddjurtum og pönnusteiktum sjóbirtingi.