Svín

Scroll To Svín. Mynd úr Bændablaðinu

"Ástarsamband við mig er eins og að fljúga nálægt sólinni" Svínka í Prúðuleikurunum

Talið er að svín hafi verið algeng hér á fyrstu öldum byggðar í landinu og þá að mestu gengið sjálfala með öðrum fénaði. Örnefni víða um land benda til þess að svín hafa komið við sögu. Í því sambandi má nefna bæina Svínafell, Galtafell og Galtalæk. Þetta gefur vísbendingar um útbreiðslu svína strax á fyrstu öldum Íslandsbyggðar og flest bendir til þess að þau hafi lifað með þjóðinni. Með breyttum landkostum, eyðingu skóga og harðnandi árferði hurfu svínin smám saman. Þó er talið að nokkuð hafi verið um svín allt fram á 16. og jafnvel 17. öld. Svín voru síðan fyrst flutt inn seint á 19. öldinni en greinin náði þó ekki verulegri fótfestu fyrr en á fjórða tug 20. aldarinnar.

Svínabúum hefur fækkað nokkuð en stækkað að sama skapi og eru orðin mjög tæknivædd. Á stærri búum er fóðrunin alsjálfvirk. Að stærstum hluta eru svínin fóðruð með byggi, hveiti og sojamjöli. Á síðustu árum hefur hlutur innlendrar kornframleiðslu í fóðrun svínanna aukist umtalsvert. Góð afkoma svínabænda snýst um að hugsa vel um svínin sín og að nota gott fóður.

Neysla á svínakjöti hefur margfaldast og virðist framboð á beikoni ekki anna eftirspurn og því er mikið flutt inn af því.