Repjuolía

Scroll To Repjuolía. Ljósmynd Áslaug Snorradóttir. Fengin frá Vallanesi

Repjuolía er nú framleidd á suður- og austulandi. Ræktun repju til olíuframleiðslu er tiltölulega ný tilkomin en repja hefur einnig verið ræktuð í öðrum tilgangi.

Repjuolía er mjög bragðmild, holl og hitaþolin olía og því góð til steikingar og djúpsteikingar. Af öllum matarolíum hefur hún lægst hlutfall af mettaðri fitu. Talið er að góð repjuolía sé jafnvel hollari en ólífuolía þar sem hún hefur jákvæðari áhrif á kólesterólmagnið í blóðinu, samsetning fitusýra er betri í repjuolíu þar sem mjög hátt hlutfall er af einómettuðum fitusýrum og hún er ein af örfáum jurtaolíum sem innihalda fjölómettaðar fitusýrur af lengri gerðinni sem nefndar eru n-3. Það eru sams konar fitusýrur og í fiskilýsi (svonefndar omega-3 fitusýrur). Vegna fjölómettuðu fitusýranna í repjuolíunni helst hún þunnfljótandi í ísskápnum. Flestar tegundir jurtaolíu sem innihalda fjölómettaðar fitusýrur hafa sýrur af gerðinni n-6. Það á til dæmis við um sólfíflaolíu, olíu úr vínberjakjörnum og maísolíu. Repjuolía hefur því sérstaka stöðu meðal næringarefnanna sem uppspretta n-3 fitusýra.

Ljósmynd Áslaug Snorradóttir.  Mynd fengin frá Vallanesi