Sveppir

Scroll To Sveppur. Ljósmynd Bændablaðið

Fyrri er næring en fullur magi

Ásýnd landsins okkar hefur breyst mjög mikið síðastliðin ár með aukinni skógrækt. Við landnám var Ísland skógi vaxið frá fjöru og lengst upp á hálendið. Veðurfar breyttist mikið upp úr 11. öldinni, veður fór kólnandi og það gekk hratt á skógana. Á nokkrum stöðum hefur gamli skógurinn varðveist en flestir skógar eru nýir. Með skógræktinni hafa áhugaverðir matsveppir bæst við matargerðina hjá okkur. Villisveppir hafa ekki verið mikið nýtir fyrr en síðustu áratugina. Þar sem kjarr vex er gnótt sveppa, þeirra tími er ágúst og september. Á Melrakkasléttu eru í dag tíndir villtir sveppir, smálubbar sem eru þurrkaðir og seldir bæði á svæðinu og til veitingastaða í Reykjavík.

Ekki var mikil hefð fyrir sveppaneyslu hér á landi, þó gerðu Skagfirðingar graut úr sveppum soðnum í mysu. Sveppir falla einmitt til í lok túnsláttar áður en farið er á sölvafjöru. Björn í Sauðlauksdal gefur leiðbeiningar um sveppaneyslu bæði í Arnbjörgu og Grasnytjum og mælir með því að „sjóða þá og geyma síðan í sýru, séu þeir þannig betri og óhættari að eta en ef þeir eru frískir etnir“. Sveppir eru eitt af vel vörðum leyndarmálum íslenskrar náttúru.

Svepparækt hefur verið stunduð síðan 1960, fyrst á Laugalandi í Borgarfirði og í dag er umfangsmikil svepparækt á Flúðum sem sér íslenskum heimilum fyrir þessu dásamlega hráefni.