Scroll To

Askurinn, Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki – verðlaunaafhending 23. nóvember 2019

Verðlaunaafhending í Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki var í gær. Afhending verðlauna og matarhátíð Matarauðs Vesturlands var haldin á Hvanneyri. Frábær stemmning var á staðnum og glæsilegir fulltrúar matarfrumkvöðla og smáframleiðanda kynntu og seldu afurðir sínar. Hinn gríðarlegi fjöldi gesta er til merkis um virkilegan áhuga á íslensku matarhandverki.

Bakhjarlar keppninnar voru Matís  og Matarauður Íslands. Markaðsstofa Vesturlands ásamt Matarauði Vesturlands héldu utan um alla þræði og  framkvæmd hátíðarinnar og  Landbúnaðarháskóli Íslands hýsti viðburðina.

Til hamingju kæru vinningshafar og allir sem tóku þátt. Keppt var í 10 flokkum, en alls bárust 133 matvörur og drykkir. Vinniningshafar Asksins voru

 

Bakstur

Gull, Rúgbrauð – Brauðhúsið ehf

Silfur, Rúg hafrabrauð – Brauðhúsið ehf

 

Ber, ávextir og grænmeti

Gull, Þurrkaðir lerkisveppir – Holt og heiðar ehf

Silfur, Grenisíróp – Holt og heiðar ehf

Brons, Sólþurkkaðir tómatar – Garðyrkjustöðin Laugarmýri

 

Ber, ávextir og grænmeti – sýrt

Gull, Pikklaðar radísur – bjarteyjarsandur

Silfur, Kimchi, krassandi kóreönsk blanda – Huxandi Slf

Brons, Pylsukál, eitt með öllu – Huxandi slf

 

Ber, ávextir grænmeti, drykkir

Gull, Aðalbláberjate – Urta islandica ehf

Silfur, Krækiberjasafi – Íslensk hollusta ehf

 

Fiskur og sjávarfang

Gull, Birkireyktur urriði – matarhandverk úr fram-Skorradal

Silfur, heitreyktur makríll – Sólsker

Brons, Léttreyktir þorskhnakkar – Sólsker

 

Kjöt og kjötvörur

Gull, Gæsakæfa – Villibráð Silla slf

Silfur, Taðreykt hangikjöt – Sauðfjárbúið Ytra-Hólmi

 

Kjöt og kjötvörur, hráverkaðar

Gull, Rauðvínssalami – Tariello ehf

Silfur, Nautasnakk – Mýrarnaut ehf

Brons, Ærberjasnakk – Breiðdalsbiti

 

Mjólkurvörur

Gull, Sveitaskyr – Rjómabúið Erpsstaðir

Silfur, Búlands Havarti – Bíobú ehf

Brons, Basilikusmjör –  Á Ártanga

 

Nýsköpun (2 með gull)

Gull, Bopp – Havarí

Gull, Söl snakk – Bjargarsteinn Mathús

Brons, Saltkaramellusíróp – Urta Islandica ehf

 

Nýsköpun drykkir

Gull, Glóaldin Kombucha Iceland – Kúbalúbra ehf

Silfur, Súrskot- safi úr Kimchi – Huxandi Slf

Brons, Rababaravín – Og natura