Lystahátíð matarfrumkvöðla 19. mars
Íslenski sjávarklasinn og Matarauður Íslands efna til Lystahátíðar matarfrumkvöðla í Húsi sjávarklasans þann 19. Mars.
Hátíðin verður sett kl. 15:00 með lúðrablæstri og hvatningarræðum og mun veislan standa til kl.18:00. Gestir geta smakkað á ýmsu góðgæti og kynnt sér starfsemi og vörur um 25 frumkvöðla í matvæla- og heilsuefnaframleiðslu.
Allir matgæðingar eru hjartanlega velkomnir en aðilar í heildsölu- og smásölu, fjárfestar, fjölmiðlar og áhugafólk um nýsköpun í matvælum, eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Hús sjávarklasans verður sneisafullt af básum og kynningum frumkvöðlana. Í miðrými hússins munu matarfrumkvöðlar kynna vörur sínar fyrir sérstakri valnefnd en í lok dags mun nefndin velja Matarfrumkvöðla ársins 2020.
Tilgangurinn með Lystahátíð er að undirstrika mikilvægi nýsköpunar á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs, auka áhuga fjárfesta og markaðsaðila á samstarfi við matarfrumkvöðla og fagna þeim krafti sem býr í matar-nýsköpun hérlendis.
Hátíðin er haldin með dyggum stuðningi:
Lýsi, MS, Melabúðin, Íslatte, Ekran, Collab.