TasteLab á Íslandi, gæti orðið að veruleika!
Dagana 8. – 10. apríl næstkomandi verður Ryan Hansan, stofnandi og eigandi að TasteLab (https://tastelab.co/), atvinnueldhús fyrir matvælafrumkvöðla, á landinu. Það er Eva Rún Michelsen sem stendur að komu hans til landsins
Verið er að skoða möguleikann á að koma svipaðri starfsemi á fót hér á landi sem tekur við frumkvöðlum sem koma úr tilraunaeldhúsi Matís og því mikilvægt að sem flestir matarfrumkvöðlar mæti.
Margir matarfrumkvöðlar þekkja hvernig það er að vera með litla starfsemi en vanta smá afdrep með geymsluplássi fyrir hráefni og jafnvel komast að með stuttum fyrirvara, hvenær sem er sólarhringsins.
Þriðjudaginn 10.apríl milli 10:00 og 12:00 í Húsi sjávarklasans mun Ryan hjá TasteLab deila sinni reynslu af því að koma slíkri starfsemi á fót í Washington, DC.
Þarna gefst tækfæri til að spjalla saman og ræða hver þörfin er hér á landi og hver næstu skref geta orðið til að koma slíkri starfsemi á fót.
Ryan kemur til landsins fyrir tilstuðlan Young Transatlantic Innovation Leaders Initiative YTILI. Amerískt prógram sem stuðlar að auknum tengslum milli frumkvöðla í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Skráðu þig á facebook viðburðarins
Viðburðurinn er opinn öllum!
Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Evu í síma 692 9440 eða á netfanginu [email protected].