Kindakæfa Níelsar

  • Kaffibrauð

Uppskrift

Dilkakjöt - afgangsbitar - þ.m.t. slögin (allir þessir bitar sem eru of "ljótir" til að sjóða eða steikja).
Bitarnir settir í stóran pott og soðnir í vatni í 2 - 3 tíma. Soðið sigtað frá og geymt – fitan veidd ofan af því er það kólnar. Þá er kjötið verkað þannig að öll fita og bein eru tekin frá en eftir stendur hreint kjöt. Gjarnan má taka frá helstu himnur.
Kjötið er hakkað soðið (nota fínni götin á hakkavélinni) og með því 3 laukar í stærri kantinum.
Kjötdegið er sett aftur í pottinn og hæfilega miklu af soðinu er hellt yfir og hrært í. Soðið og kjötið verður að sæmilega þéttri kjötstöppu.

Út í þetta má fara:
4 teningar af nautakjötskrafti. (Gott að leysa þá áður upp í vatni í örbylgjuofninum)
1 sléttfull matskeið af hvítum pipar
1. tsk. af salti
1. tsk. af Seasonall
Það mikilvægasta: Allt annað krydd eftir því sem til er og smakkast s.s. graslaukur, paprika, lambakrydd, grillkrydd, majoram, timmian eða dill. Gaman að prófa sig áfram.
Kjötdegið er prófað og mín reynsla er að það þarf að vera verulegt bragð af því heitu.
Þegar kjötdegið er hæfilega þykkt - upp undir að sleifin standi í því, er því skipt í hæfilega skammta og þeytt sett í hræruvél (ekki með þeytaranum heldur spaðanum) í 5-10 mín. Síðan er kæfan sett í form og fryst.