Krækiberjalíkjör
-
Annað
Saga réttar
Þessi uppskrift birtist í Húsfreyjunni 3. tbl. 2014 og mig langaði að deila henni með ykkur, enda fátt skemmtilegra en að fara í berjamó. Skothelt
Uppskrift
500 g krækiber
2 dl hlynsíróp
3 dl sykur
700 ml flaska vodka
Setjið berin í matvinnsluvél og maukið. Setjið þau því næst í pott við lágan hita og leysið sykur og síróp upp í vökvanum. takið pottin af hitanum og hellið vodka út í. Sigtið líkjörinn og látið síoðan í tvær 750 ml flöskur. Lokið flöskunum og geymið í 3 mánuði áður en þið gæðið ykkur á honum.