Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir – uppskriftin hennar í lokakeppni um kokk ársins 2019
Lærðu að elda eins og fagmaður!
Keppnin Kokkur ársins 2019 fór fram í Hörpu 23. mars. Matarauður fékk leyfi til að birta uppskriftir þeirra fimm keppenda sem tryggðu sér þátttökurétt í lokakeppninni. Allir keppendur urðu að vinna sína rétti út frá þorski, grænkáli og kartöflum. Að sögn Björns Braga Bragasonar forseta Klúbbs matreiðslumeistara er um tímamót að ræða þar sem 3 konur komust í úrslit, en greinin hefur verið mjög karllæg. Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir starfar hjá Deplar Farm og er annar keppandinn keppandinn sem við kynnum til leiks. Hér á eftir er uppskriftin hennar.
Réttur Kolbrúnar, uppskrift fyrir 8 manns
Steiktur þorskur og grænkálsraspur
Panneraðar þorskkinnar með yuzu og sítrónu
Humar rúlla með þorsklifur og döðlum
Kartöflu pomme anna með grænkáls rjóma
Fylltur pikklaður laukur með fennel og gerjuðum jarðskokkum
Jarðskokkafroða
Grænkálsmauk
Fennel soðgljái
Steiktur þorskur og grænkálsraspur:
1 kg þorskflök
50 gr salt
500 ml vatn
1 msk Rósapipar
1 dl Sítrónusest
1 msk Sinnepsfræ
¼ búnt Sítrónutimijan
10 stk Svartur pipar heill
- Öllum kryddum og vatni er blandað saman í blandara, vökvanum er hellt yfir fiskinn. Setjið í kæli í 25 mínútur
- Fiskurinn er tekinn úr saltpæklinum, skolaður og færður yfir á klút. Hann er hreinsaður og skammtaður niður fyrir 8 manns
- Hitið pönnu og setjið olíu, steikið þorskinn á annari hliðinni þar til hann er gullinbrúnn, setjið 1msk smjör yfir og safa út hálfri sítrónu. Fiskurinn er tekinn af pönnunni og á keyrslubakka og bakaður í ofni á 180°c í 2-3 mínútur.
Grænkáls raspur
2dl pankó raspur
100gr parmesan ostur
½ búnt fjólublátt grænkál
2msk noisette smjör
Salt
- Allt sett í matvinnsluvél og blandað vel saman
- Sett á silikon plötu, leggið smjörpappír yfir og fletið út með kefli mjög þunnt lag.
- Bakið á 120°c í 15 mínútur
- Kælið
- Blandið í rasp með sökuðu dill, þurrkuðu lime- og sítrónu sest.
Panneraðar þorskkinnar með yuzu og sítrónu
8 stk þorskkinnar á beini
20 gr salt
200 ml vatn
1 msk fennelfræ
1 dl yuzu safi
½ dl sítrónuolía
½ dl yuzu olía
- Salt, vatn og fennelfræ sett í krukku með loki og hristið þar til saltið er leyst upp.
- Kinnar eru hreinsaðar af beininu, og hreinsaðar af sinum.
- Kinnar eru lagðar í saltpækilí 10 mínútur, geymið í kæli.
- Takið kinnar og skolið í köldu vatni og sejið í vaccumpoka með ögn af sítrónuolíu og yuzu olíu
- Eldið í sous vide 52°c í 12 mínútur
- Kælið strax í ísvatni.
- Takið kinnar úr pokanum og sigtið vökvann frá.
- Rífið niður kinnar og blandið með olíum og yuzu safa í skál. Því næst eru kinnar settar i silikon form og fryst.
- Pannerið kinnarnar uppúr eggjahvítum og pankó raspi
- Djúpsteikið kinnarnar á 180°c í 3 mínútur
Humarrúlla með þorsklifur og döðlum
Humarfars með þorsklifur
150 gr skelflettur smáhumar „20-30“
75 gr rjómi
30 gr eggjahvítur
½ búnt steinselja
8 stk döðlur
¼ búnt graslaukur
1 stk chilli rauður
¼ búnt dill
2 stk hvítlauksgeirar
50 gr þorsklifur hreinsuð
1 tsk salt
8 stk humarhalar litlir
- Humar er hreinsaður og settur í blandara ásamt eggjahvítum, hvítlauk, salti og steinselju. Blandið þar til humarinn er orðinn að mauki, bætið rjómanum útí í mjórri bunu og látið blandarann vinna á meðan
- Saxið döðlur, dill, graslauk, chilli og þorsklifur smátt. Blandið varlega saman við humarfarsið með sleiku
- Setjið farsið á plastfilmu og sléttið úr með palíettuspaða ca. 2mm þykkt. Setjiðí frysti i 1 klst. Takið úr frystiog skammtið farsið í 10 cm lengjur 4cm breiðar. Leggið humarhalana ímiðjuna á farsinu og rúllið upp í plastfilmu í sívaling
- Eldið á 62°c í sous vide í 15mínútur
- Humar rúllan er velt uppúr þurrkuðu grænkáli og beltisþara
Kartöflu pressa með grænkálsrjóma
6 stk stórar kartöflur
300 ml rjómi
4 blöð grænkál
2 stk hvítlauksgeirar
1 stk shallot
¼ búnt sítrónu timijan
1 grein sítrónu verbena
100 gr parmesan ostur
Salt og pipar
- Shallot og hvítlaukur er svitað í potti, rjómanum er bætt útí ásamt sítrínutimjani og verbena. Sjóðið niður um 1/3. Sigtið
- Blancherð grænkálið í 3 mínútur og þerrið
- Setjið grænkálið í blandara og hellið rjómanum útí og blandið vel. Smakkið til með salti.
- Klæðið gasrtóbakka með smjörpappír.
- Skerið kartöfur í þunnar sneiðar í mandolíni, c.a.2mm.
- Raðið kartöflum á smjörpappírinn, hellið örlítið af rjómanum yfir kartöflurnar, saltið og piprið og rífið parmensan yfir, endurtakið að leggja kartöflur yfir hvor aðra í 4 umferðir. Leggið þá smjörpappír yfir og annan bakka ofan á sem passar í.
- Bakið á 160°c í 40 mínútur.
- Setjið í kæli og leggið þungt farg ofan á bakkana til að pressa vel.
Fylltur pikklaður laukur með fennel og gerjuðum jarðskokkum
Pikklaður perlulaukur
4 stk stór perlulaukur
200ml Ylliblóma edik
1stk sítróna
80gr sykur
-
- Edik, sykur og sítróna sett í pott og hitað að suðu
- Perlulaukur er hreinsaður og skorinn í tvennt
- Laukurinn er settur í vaccumpoka ásamt heitum vökvanum
- Vaccumpakkið og kælið
Þurrkaðir gerjaðir jarðskokkar
- Gerjaðir jarðskokkar
- Jarðskokkar eru afhýddir og settir í 4% saltpækil
- Þeir eru geymdir við rúmlegan stofuhita í 6 daga og síðan færðir í kæli.
- Jarðskokkarnir eru skornir í þunnar sneiðar í mandólíni 1mm. Settir í þurrkskáp 60°c í 3 tíma.
Fennelsalsa
2 stk fennel
1 stk rauður chilli
4 stilkar sellerí
4 stk gerjaðir jarðskokkar
2 stk shallot laukur
¼ búnt dill
¼ búnt graslaukur
¼ búnt sítrónu timijan
½ sítróna
Sítrónuolía
Salt
- Fennel er hreinsaður og afskurður settur til hliðar, og fræhreinsið chili
- Skerið fennel, chilli, sellerí, shallot og gerjaða jarðskokka í brunoise.
- Steikið á heitri pönnu þar til grænmetið er orðið gullinbrúnt. Kælið
- Saxið kryddjurtir og bætið útí kalt grænmetið
- Kreistið sítrónu og blandið sítrónuolíu og salti saman við.
Fennelgljái
Soð:
Þorskbein
Fennel
Shallot laukur
Hvítlaukur
Sellerí
Gulrætur
Fennelfræ
Svört piparkorn
Tómatpúrra
Vatn
- Allt sett í pott og soðið saman í 3klst.
- Sigið soðið
Fennel soðgljái
Fennel (afskurður)
2 stk. Shallotlaukur
4 stk hvítlauksgeirar
10 greinar. Timjan
2 dl hvítvín
1 ltr kjúklingasoð
1 ltr fiskisoð
1 stk sítróna
Salt
- Laukur, fennel og hvítlaukur er svitaður í potti, ásamt timjani, hvítvíni er bætt útá og soðið niður um helming
- Bætið fiskisoði og kjúklingasoði útí, látið sósuna malla á vægum hita í c.a. 3 tíma
- Sigtið sósuna og smakkið til með sítrónu og salti.
Jarðskokkafroða
5 stk jarðskokkar
½ ltr g-mjólk
1 dl rjómi
Shallot edik
Salt
- Jarskokkar eru afhýddir og skornir í litla bita og settir í pott og soðnir í15 mínútur
- Sigtið vatnið frá og bætið g-mjólk og rjóma útí. Fengin upp suða og soðið við vægan hita í 5 mínútur
- Setjið í blandaraog blandið vel saman
- Sigtið froðuna og smakkið til með shallot ediki og salti
- Setjið í kisaq með einu hylki.
Grænkálsmauk
1 búnt grænkál
100 gr spínat
2 stk hvítlauksgeiri
5 greinar sítrónutimijan
3dl rjómi
Epla edik
Salt
- Grænkálið og spínatið er blancherað í 3 mínútur, snöggkælt og þerrað.
- Hvítlaukur, timijan og rjómi sett í pott og fengin upp suða, takið af hellunni og plastið yfir og látið standa í 10 mínútur.
- Grænkál og spínat sett í blandara ásamt rjóma. Smakkið til með salti og ediki
Grænkálstuille
50 gr grænkálsmauk
1 dl hveiti
2 stk eggjahvítur
- Þessu er hrært saman og smurt á silicon form
- Bakið á 110°c í 20 mínútur