Scroll To

Sjö tilnefndir til Embluverðlaunanna

Norrænu Emblu-matarverðlaunin verða veitt í Reykjavík 1. júní næstkomandi.

Búið er að velja þá sjö keppendur sem taka þátt fyrir Íslands hönd í jafnmörgum keppnisflokkum. Auglýst var eftir tilnefningum á öllum Norðurlöndunum og alls bárust 320 tilnefningar, þar af rúmlega 50 hér á Íslandi. Embluverðlaunin voru fyrst veitt í Kaupmannahöfn árið 2017. Þau eru norræn matarverðlaun sem er ætlað að hampa norrænni matarmenningu.

Þeir sem tilnefndir eru til Embluverðlaunanna fyrir Ísland eru:

Matvælaiðnaðarmaður Norðurlanda 2019

Rjómabúið á Erpsstöðum. Erpsstaðabúið framleiðir mjólk og fjölbreyttar mjólkurvörur sem seldar eru beint frá býli. Ostur, ekta skyr og ljúffengur rjómaís er þar á boðstólum ásamt fleiru. Sjá: Facebook

 

Hráefnisframleiðandi Norðurlanda 2019

Vogafjós / Vogabúið í Mývatnssveit. Fyrirmyndarbú þar sem íslenskar matarhefðir eru í hávegum hafðar í ferðaþjónustu. Sjá: www.vogafjos.is

 

Embluverðlaun fyrir mat fyrir marga 2019

Veitingadeild IKEA í Garðabæ. IKEA á Íslandi hefur náð einstökum árangri í sölu á matvælum og er nú svo komið að veitingastaður IKEA í Garðabæ er fjölsóttasti veitingastaður landsins. Sjá: www.ikea.is/veitingasvid

 

Miðlun um mat / Matarblaðamaður Norðurlanda 2019

Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumaður. Gísli er óþreytandi við að boða fagnaðarerindið um íslenskan mat og matarhefðir, bæði hér heima og á erlendri grundu. Sjá: www.gislimatt.is

 

Mataráfangastaður Norðurlanda 2019

Traustholtshólmi í Þjórsá. Ævintýralegur áfangastaður þar sem Hákon Kjalar Hjördísarson hefur skapað einstakt umhverfi og boðið upp á fyrsta flokks matarupplifun. Sjá: www.thh.is

 

  1. maí 2019

Fréttatilkynning frá Bændasamtökum Íslands