Hafís á íslenskri pönnuköku 2019

  • Kaffibrauð

Saga réttar

Hafís - Þangís gerður úr stórþara og þangskeggi borið fram á íslenskri pönnuköku

Uppskrift

Stórþaraís

700 gr. Mjólk
30 gr. Sykur
90 gr. Glúkósi
12 gr. Trimóline
60 gr. Mjólkurduft
240 gr. Rjómi
1,5 gr. Guar gum
57 gr. Þurrkaður stórþari

150 g. mjólk, 30 g. sykur, 90 g. glúkósi og 12 g. trimóline er sett saman í pott og látið ná suðu.
Setjið í blandara og bætið 60g. mjólkurduft og 1,5g. guar gum við og blandið vel.

Hellið heitvolgri blöndunni skál og hrærið saman við 550g. mjólk, 240g. rjóma og 57g. af þurrkuðum stórþara. Lokið vel með plastfilmu (eða setjið í vacuum poka) og kælið í ca. 15 mínútur. Blandan er svo sigtuð vel og fryst.

Mini-pönnukökur

200 gr. hveiti
5 gr. lyftiduft
15 gr. sykur
5 gr. salt
500 ml. mjólk
2 egg
30 gr. brætt smjör

Blandið þurrefnum saman fyrst og hrærið svo blautefnin saman við.
Steikt á pönnu í litlum stærðum.