Scroll To

Forréttir frá ORA hljóta verðlaun í París

ORA hlaut á dögunum verðlaun í Par­ís fyr­ir for­rétti á sýn­ingu sem heit­ir Wabel, fyrir út­flutn­ings­vörumerki fyr­ir­tæk­is­ins, Iceland’s Finest. Fram­leiðsla ORA undir þessum merkjum verður til út­flutn­ings. Dóm­nefnd á veg­um sýn­ing­ar­inn­ar veitti vöru­hug­mynd­inni verðlaun á sýn­ing­unni fyr­ir fal­leg­ustu og bestu umbúðirn­ar og hug­mynd­ina árið 2017.

Á Wabel-sýningunni koma um 600 matvælaframleiðendur saman allsstaðar að úr heiminum til að kynna sig fyrir stærstu verslunarkeðjum heims. Er þetta í fyrsta sinn sem ORA tekur þátt í sýningunni en vöruhugmynd þeirra er að gera sjávarrétti einfalda og skemmtilega sem líta vel út og smakkist vel segir Jóhannes Egilsson, útflutningsstjóri ORA í samtali við Morgunblaðið.

Hugmyndin er unnin í samstarfi við fremstu matreiðslumenn Íslands sem aðstoðuðu ORA við að þróa vörurnar. Fyr­ir­tækið hafi vandað sig sér­stak­lega við markaðsvinnu og vörumerkja­upp­bygg­ingu, út­lit og umbúðir. Áætlanir eru um að framleiða allar vörurnar á Íslandi þannig að virðisaukinn verði til hérlendis. Í línu Iceland’s Finest verður meðal annars hægt að fá humarsúpu grá­sleppuka­ví­ar og loðnu­hrogn, laxa- og þorsk­mús, síld, þorsklif­ur og rúg­brauðskex sem Myll­an bak­ar fyr­ir vörumerkið.