Scroll To Eimur hugmyndasamkeppni

Gerum okkur mat úr jarðhita!

Frá og með áttunda mars verður opnað fyrir funheitri hugmyndasamkeppni fyrir alla Íslendinga.

Eimur, í samstarfi við Matarauð Íslands, Íslensk verðbréf og Nýsköpunarmiðstöð Íslands kallar eftir tillögum um hvernig nýta megi jarðhita í matvæla- eða drykkjarframleiðslu. Frumvinnsla, fullvinnsla, hliðarafurðir, hráefni, nýjungar, eitthvað spes, bara hvað sem er. Það telst hugmyndinni jafnframt til tekna ef hún byggir á sjálfbærni og samvinnu ólíkra aðila.

Það er jarðhitinn á Norðausturlandi sem við einblínum á í þetta sinn. Við viljum heyra þína hugmynd og borgum fyrir tvær bestu. Já nú er ástæða að leggja höfuðið í bleyti!

Þátttaka er öllum opin og hugmyndin má vera á hvaða stigi sem er.

Skila skal inn veggspjaldi, stærð A1, þar sem fram koma helstu atriði hugmyndarinnar. Eins þarf að fylgja greinargerð þar sem nánar er fjallað um tillöguna. Tillögum skal skila með tölvupósti á [email protected].

Frestur til að skila inn hugmyndum rennur út 15. maí.

Verðlaun

1. verðlaun eru kr. 2.000.000.
2. verðlaun eru kr. 500.000

Hægt er að leita til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Akureyri eftir ráðgjöf um útfærslu og uppsetningu á tillögum í samkeppnina. Nánari upplýsingar gefur Anna Guðný í síma 522 9431 eða [email protected].

Dómnefnd

Dómnefnd skipa Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, Sigríður Ingvarsdóttir, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Jón Steindór Árnason, Íslenskum verðbréfum, Brynja Laxdal, Matarauði Íslands ásamt einum fulltrúa frá Matís.