Scroll To Baldur Garðarsson og frú Elíza Reid forsetafrú

Harðfisksúpa valinn þjóðlegasti rétturinn!

Hljómar illa en smakkast frábærlega í meðförum matreiðslumanna!

Í gærkvöldi afhenti forsetafrúin og verndari kokkalandsliðsins verðlaun fyrir þjóðlega rétti Í hugmyndasamkeppni Matarauðs Íslands og Hótel- og matvælaskólans.

  1. sæti Harðfisksúpa. Baldur Garðarsson
  2. sæti Íslenskt ramen, rófunúðlukjötsúpa. Hafliði Sævarsson
  3. sæti Brauðsúpa. Anna Lára Pálsdóttir
  4. sæti Rófugrautur. Helga Jóna Þorkelsdóttir
  5. sæti Nesti smaladrengsins. Hafsteinn Hjartarson

Vinsælasti rétturinn í netkosningu var Fjallagrasa brulee eftir Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur

Alls bárust 107 afar fjölbreyttar hugmyndir og uppskriftir sem helst einkenndust af heiðarlegum heimilismat sem var ýmist hefðbundinn eða innblásinn af samtímanum. Nemendur og kennarar við Hótel- og matvælaskólann völdu 15 rétti sem kepptu til undanúrslita og fengu að útfæra og þróa réttina eftir sínu höfði. 16 veitingastaðir vítt og breitt um landið munu síðan velja sér einn eða fleiri rétti til að hafa á matseðlinum sínum frá og með miðjan júní.

Vinningar voru ekki af verri endanum eða gæðamatvörur frá Beint frá býli félögum og Mjólkursamsölunni og gaf Air Iceland Connect ennfremur flugmiða fyrir fyrsta sætið.

vinningar frá beint frá býli, Mjólkursamsölunni og Air Iceland Connect

Megin tilgangur keppninnar var að efla áhuga, stolt og þekkingu á íslensku hráefni og matarmenningu. Hér á Íslandi er aukin vakning fyrir tækifærum sem tengjast matarauðnum okkar. Innlend framleiðsla er mikilvæg í tengslum við mataröryggi og sótspor, en ekki síður til að viðhalda atvinnutækifærum og matarmenningu.

Við Íslendingar erum fyrirmyndir erlendra gesta þegar kemur að framboði matar. Okkar neysluhegðun og orðræða mótar eftirspurn og væntingar. Því er það mikilvægt að við séum stolt af gæðum og fjölbreytileika  matarauðsins okkar.

veisluborðið á uppskeruhátíðinni