Hlutverk staðbundinna matvæla í ferðaþjónustu framtíðarinnar
Matarupplifun er órjúfanlegur þáttur í lífi ferðamanna hvar sem þeir koma, hvort sem hún er megin tilgangur ferðalagsins eða ekki.
Á Norðurlöndum hefur orðið mikil vakning á þeim verðmætum sem liggja í staðbundinni matvælaframleiðslu og matargerð bæði fyrir heimamenn og erlenda gesti. Að sama skapi er aukin áhersla lögð á sjálfbærni í matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu þannig að jafnvægi milli vaxtar og verndar sé gætt. Í því samhengi vakna spurningar um hvernig hreyfiöfl eins og loftslagsbreytingar og neysluhegðun móta ákvarðanir sem stuðla að meiri sjálfbærni og nýsköpun í matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu framtíðarinnar. Þeim spurningum mun norrænn starfshópur sem starfar undir formennsku Íslands í norrænu ráðherranefndinni reyna að svara.
Matarauður Íslands á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins leiðir verkefnið í samvinnu við Íslenska ferðaklasann og Matís og nýtur liðsinnis íslenskra sérfræðinga. Norrænir þátttakendur í verkefninu koma frá Noregi, Danmörku, Grænlandi, Færeyjum, Finnlandi, Álandseyjum og Svíþjóð.
Nú er Kairos future fyrirtæki sem sérhæfir sig í framtíðargreiningu að safna gögnum fyrir okkur sem munu nýtast í vinnustofum sem verða haldnar bæði erlendis og hérlendis á næsta ári.
Okkur langar að bjóða ykkur að fylgjast með okkur
Vefsíðan okkar: www.nordicfoodintourism.is
Myndin er tekin í júní 2019 af þáttakendum í þessu norræna verkefni ásamt leiðsögumönnum okkar í matarupplifunarferð innan Reykjavíkur