Tómatar, agúrkur, paprika

Scroll To Matarauður Íslensk uppskera web

Þegar horft er til ylræktar á Íslandi þá framleiðum við mest af tómötum, agúrkum og papriku.

Það var ekki fyrr en í lok 18 aldar að tómatarækt hófst fyrir alvöru í Evrópu, mest í Suður-Frakklandi og á Ítalíu. Á Íslandi birtust fréttir af fyrstu tómataræktuninni árið 1925 í gróðurhúsi Bjarna Ásgeirssonar að Reykjum í Mosfellssbæ. Tómatur er hlaðinn næringarefnum og auðugur af vítamínum og steinefnum. Tómaturinn er einnig ríkur af Lýkopeni.

Agúrkur eru 96% vatn og þær eru auðugar af A-, B-, og C-vítamíni. Sagt er að agúrkur dragi úr andremmu. Á Íslandi ræktum við hefðbundnar agúrkur og líka minni gerð. Nú eru prófanir í gangi með að nota íslenskar agúrkur í snyrtivörur.

Paprikan er rík af B-, og C-vítamíni og er til græn, gul og rauð. Uppruna þeirra má rekja til Mið- og Suður-Ameríku. Kólombus kom með paprikuna til Evrópu árið 1493.