Scroll To Kjöt í karrý 2018

Hvað borða erlendir ferðamenn á Íslandi?

Það eru forréttindi okkar Íslendinga að búa að heilnæmum matvörum. Hér á Íslandi er aukin vakning fyrir tækifærum sem tengjast matarauðnum okkar enda er innlend framleiðsla mikilvæg í tengslum við mataröryggi og sótspor, en ekki síður til að viðhalda atvinnutækifærum og matarmenningu. En matarmenning er gjarnan stór hluti af ímynd þjóða enda speglar hún sögu og markast af tíðarfari og náttúru.

Allir frummælendur voru sammála um að við Íslendingar erum fyrirmyndir erlendra gesta þegar kemur að framboði matar. Okkar neysluhegðun og orðræða mótar eftirspurn og væntingar. Því er það mikilvægt að við séum stolt af gæðum og fjölbreytileika matarauðsins okkar.

Þann 24. maí síðastliðinn var haldið stutt málþing sem bar yfirskriftina „Hvað borða erlendir ferðamenn“ að Málþinginu stóðu Icelandic lamb, Samtök iðnaðarins, Matarauður Íslands, Bændablaðið, Íslandsstofa og SAF.

Erindin voru þrjú:

  • Hvað borða erlendir ferðamenn, Svavar Halldórsson framkvæmdastjóri Icelandic lamb
  • Hvers virði er að erlendir ferðamenn borði íslenskan mat, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
  • Matarauðurinn okkar og matarferðaþjónusta, Brynja Laxdal, verkefnastjóri Matarauðs Íslands

Upptökur má nálgast hér og byrjar fundurinn á mínútu 5.18. Nauðsynlegt er að smella á myndina til að upptakan virkjist

Myndir má nálgast hér.