Matarfrumkvöðlar – Ecotrophelia Europe – skráning til 15 júni 2018
Matarfrumkvöðlar á SIAL sýningunni í París
Gríðarlega spennandi tækifæri!
Ecotrophelia Europe keppnin þar sem keppt er í vistvænni nýsköpun matvæla verður haldin á SIAL matvælasýningunni í París í október í haust. Íslenskt lið hefur tekið þátt í Ecotrophelia keppninni frá árinu 2011 og verður einnig með í ár.
Á SIAL sýningunni verður að þessu sinni sérstakt sýningarsvæði fyrir frumkvöðla á matvælasviði sem nefnt er SIAL Paris FUTURE LAB. Þar gefst evrópskum sprotafyrirtækjum sem tengjast matvælum tækifæri til að koma sér á framfæri.
Eftirfarandi kröfur eru gerðar til þátttakenda:
- Kynna þarf vöru, þjónustu, tækjabúnað, framleiðslutækni eða umbúðir.
- Vera nýtt á markaði og/eða hafa í för með sér ávinning fyrir neytendur.
- Vera ekki eldri en tveggja ára.
- Vara er framar í virðiskeðjunni en á markaðs- eða dreifingarstigi.
- Geta sýnt sýnishorn af vörunni/þjónustunni á sýningarsvæðinu.
Þeir sem hafa áhuga á þátttöku geta skráð sig hér: https://futurelab.sialparis.com/login/.
Í skjölunum hér fyrir neðan er hægt að nálgast nánari upplýsingar: