Scroll To

Með íslenskt hráefni í alþjóðakeppni matreiðslumanna

Ráðstefna Alheimssamtaka Matreiðslumanna er nú haldin í Kuala Lumpur í Malasíu, þar sem keppnin Global Chefs Challenge verður haldin samhliða ráðstefnunni. Í ár kepptu Bjarni Gunnar Kristinsson, yfirmatreiðslumaður í Hörpunni ásamt syni sínum Gabríel, sem er matreiðslunemi á Hótel Sögu, fyrir Íslands hönd.

„Við ákváðum að nota íslenskan humar og tókum norræna jarðskokka og sellerírót sem bændur hafa prófað að rækta heima á Íslandi. Þetta kom óvænt upp að sonur minn kæmi með en Viktor Andrésson matreiðslumeistari sem lenti í 3. sæti í Bocuse d´or kepnninni forfallaðist þar sem hann er að eignast sitt fyrsta barn. Ísland vann sér inn keppnisrétt með því að vera í 10 efstu sætunum á Ólympíuleikunum í matreiðslu en síðasta keppnin mín var einmitt fyrir 10 árum á Ólympíuleikunum þar sem Ísland vann gullverðlaun,“ útskýrir Bjarni Gunnar og segir jafnframt:

„Við erum mjög ánægðir með okkar framlag en nú er þetta í höndum dómara hvernig fer, þetta er mjög sterk keppni, sérstaklega frá Norðulöndunum sem er ánægjulegt að sjá.“