Scroll To

Nýjar námsgreinar í sjálfbærni og sköpun í Hallormsstaðaskóla -matur eða textíll

Þessi frábæra nýjung er í boði í fyrsta sinn á haustönn 2019

Grunnhugmyndafræði skólans byggir á sjálfbærri nýtingu hráefna á faglegan, framsækinn og skapandi hátt.  Tvær nýjar námsleiðir hafa verið þróaðar í kringum  námsefnið Sjálfbærni og sköpun (e. creative sustainability). Námið er ein önn og er 30 eininga nám á 4. hæfniþrepi. Annars vegar er hægt að sækja um Sjálfbærni, sköpun og matarfræði eða hins vegar Sjálfbærni, sköpun og textíll.

Meginmarkmið námsins er að mennta nýja kynslóð fagfólks sem getur unnið þvert á fræði og faggreinar. Að loknu námi eiga nemendur að öðlast haldgóða þekkingu og færni á sviði sjálfbærni og sköpunar með áherslu á nýtingarmöguleika auðlinda. Námið er að stórum hluta byggt upp á MasterClass þar sem sérfræðingar leiðbeina nemendum um vinnsluaðferðir og nýtingarmöguleika hráefna.  Fyrirmynd námsins er sótt til Norðurlandanna.

Umhverfi skólans er einstakt. Hallormsstaður er lítill þéttbýliskjarni, áður kirkjustaður og prestsetur, staðsettur í miðjum Hallormsstaðaskógi. Hallormsstaðaskógur er stærstur skóga á Íslandi og hefur skógræktarstöð verði starfrækt frá árinu 1903. Hallormsstaðaskógurinn, sem var friðaður árið 1905, geymir fjölmargar trjátegundir, sumar sjaldséðar á Íslandi og einstakt trjásafn.  Hallormsstaðaskógur er algjör náttúruparadís með ævintýralegum gönguleiðum sem leiða þig um leyndardóma skógarins

Sjá nánar um námið á heimsíðu skólans www.hskolinn.is

Námið í skólanum 

Opið fyrir umsóknir fyrir haustönn 2019.