Scroll To Gamlar mjólkurfernur

Próteinduft og etanól úr hráefni sem annars væri hent

Það er alltaf ánægjulegt þegar fyrirtæki í matvælaframleiðslu ná að fullnýta þau hráefni sem unnið er með. Mólkursamsalan og Kaupfélag Skagfirðinga hafa stofnsett nýtt fyrirtæki Heilsuprótein þar sem ætlunin er að nýta prótein sem fellur til í mysunni og síðar verður framleitt etanól eða alkóhóli. úr mjólkursykri mysunnar. Þegar er hafin undirbúningur á framleiðslu  mjólkurlíkjörs sem ber heitið Jökla.

Mjólkursamsalan hefur unnið að verkefninu síðan 2015, meðal annars í samstarfi við Matís, Háskólann á Akureyri, danska tækniháskólann DTU og áfengisframleiðandann íslenska Foss Distillery.

Sjá nánar á vísir.is

Þá vann mjólkursamsalan nýlega til verðlauna fyrir Ísey skyrið sitt með bragði af bökuðum eplum í skyr­flokkn­um á mat­væla­sýn­ing­unni In­ternati­onal Food Contest sem hald­in var í Hern­ing í Dan­mörku snemma í októ­ber. Ísey skyr með bökuðum epl­um hlaut ein­kunn­ina 14,68 en hæsta mögu­lega ein­kunn er 15.