Scroll To Bláberjasíld. Höfundur Rita Didriksen

Síldin í nýju ljósi!

Smurbrauðsjómfrúin í samstarfi við Randúlffs sjóhús og MatAttack 4 og 6. október

Smurbrauðsjómfrúin Tinna Rut ætlar að varpa nýju ljósi á síldina, þennan fallega, silfraða, feita fisk sem Íslendingar eru duglegir að veiða, en ekki eins duglegir að borða.
Nú er síldarvertíðin byrjuð og af því tilefni ætlar Tinna Rut í samstarfi við Matattack bókstaflega að leika sér með síldina og vekja athygli á aðferðum við nýtingu og eldun. Í fyrirrúmi verða hráefni og afurðir frá Austurlandi.
Haldin verður síldarveisla í Sjóhúsi Randúlffs á Eskifirði 4 október og einnig verður afurðakynning og smakk á Tæknidegi fjölskyldunnar í Neskaupsstað þann 6 október.

Svona verkefni er ekki hægt að framkvæma nema í samstarfi við matvælaframleiðendur, fyrirtæki og sjóði á austurlandi og hefur verkefnið nú þegar fengið frábærar undirtektir. Þar má meðal annars nefna að síldin sem borin verður fram kemur frá Síldarvinnslunni, Eskju og Loðnuvinnslunni. Sagið og kurlið til reykingar kemur frá Skógarafurðum á Hallormsstað. Þróaður verður raspur úr Vallanes perlubyggi. Sesam brauðhús bakar brauðin og eftirrétti. Sjóhús Randúlffs leggur til aðstöðu.

Matattack og sænski kokkurinn Peter Bengtsson munu þátt í þessu með Tinna og hún í þeirra verkefni. Peter eins og Tinna hefur einstakann áhuga á síldinni og við munum þau byggja ofaná hugmyndir hvors annars um síldina og framkvæma einhverjar snjallar hugmyndir.