Ásrúnar súpa

  • Allt árið

  • Súpa

Saga réttar

Bauð eitt sinn u hóp af samstarfsfólki í erlendu verkefni heim í (heitan)pott og súpu og hafði ekki langan tíma til að elda þar sem við vorum að vinna allan daginn og mig lagnaði í pottinn með þeim. Datt þá í hug að elda súpu og þar sem fiskur er mitt uppáhald þá skoðaðið ég ýmsar uppskrifir og þetta varð útkoman. Maðurinn minn bakaði brauðbollur (gerbrauð) með og datt í hug að setja sama krydd í brauði sem passaði mjög vel með smjöri (eða til að dýfa í súpuna). Ég komst í pottinn með gestunum og allir lofuðu súpuna og brauðið.

Uppskrift

1 laukur smátt skotinn
2 gulrætur smátt skornar
2-3 hvítlauksrif smátt skorin eða rifinn Látið mýkjast í góðri olíu eða smjöri í góðan tíma, því lengur því betra

Bæta við
1-2 tsk chianne pipar
1-2 tsk paprika
2- 3 tsk gott karrý
1-2 msk blóðberg eða timjan
2-3 tsk mulinn svartur pipar
(Magn af kryddi fer eftir gæðum, þarf oft að setja meira)
láta malla smá og svo bætt í vökva
2 fiskteningar og 1 grænmetisteningur
Tæpur 1 lítir af vatni (ca 0,8)
1 dl hvítvín (má sleppa ef einhverjum líkar það ekki)
0,5 l matreiðslurjómi
Látið malla í 10-15 mín
Smakka til og bæta í kryddi ef þarf

600-700 gr Ýsa, þorskur og lax (eða annað s.s lúða, silungur) skorin í litla bit og sett útí 3-4 mín áður en borið er fram. Set fiskinn í þegar gestir er að setjast við borðið eða búnir með forréttinn

Súpan tekin af hellunni og má standa í 1-2 mínútur en varla lengur

Borið fram með góðu brauði, má gjarnarn nota sama krydd í brauðið og er notað í súpuna