Á bakka lá, íslenskur saltfiskréttur.

  • Allt árið

  • Fiskréttur

Uppskrift

Soðnar góðar íslenskar kartöflur, kældar aðeins og saxaðar. Settar í botninn.Saltfiskur soðinn og hreinsaður. Stalli af lauk og gulrótum saxað, hėr er meira betra, steikt á pönnu í góðri olíu, saltfiskur rifinn niður og settur út í. Þetta er sett yfir kartöflurnar.Búin jafningur, kryddaður með múskat, vel af svörtum nýmöluðum pipar og eggjarauður settar hráar út í að lokum.Sett yfir. Rifinn ostur yfir.

Gott er útbúa hvern skammt fyrir sig og baka í ofni,t.d. Í fallegum litlum hvítum postulínsskálum eða skeljum, kæla og hita upp við neyslu, bera fram með fersku salati eða salati með majódressingu og hvítlauksbrauði.

Majódressing majónes,sýrður rjómi og safi út í. Lítil baguette með hvítlaukssmjöri og rifnum osti. Lykillinn að góðum rétti til að ná vinsældum er ferskleiki og alúð við gerð þessa réttar. Hægt að geyma í kæli í nokkra daga.