Lambabjúgu
-
Kjötréttur
Saga réttar
Minning: Fyrir 13 árum síðan vorum við fjölskyldan (hjón og tveir litlir pattar) að flytja frá Svíþjóð eftir sjö ára veru þar. Yngri sonur okkar, þá fjögurra ára gamall, fór með ömmusystur sinni á göngu og í sund. Eftir sundferðina var farið í matvörubúð þar sem litli snáðinn kvartaði yfir miklu hungri. Matartíminn var að nálgast og átti drengurinn að fá að borða hjá töntunni. Gengu þau saman í gegnum búðina og stoppaði stráksi við kjötkælinn. Tantan spurði hvort hann langaði í eitthvað sérstakt þarna því hann sleikti útum. Þá svaraði strákurinn ákveðinn: "ég vil bjúgu, æ mig langar baaaaara í bjúgu, ég þarf bjúgu". Ömmusystirin gat ekki annað en skellt uppúr yfir þessum innilega áhuga stráksins á íslensku bjúga. Það sem þótti þó merkilegast við þessa minningu var sú staðreynd að strákurinn hafði einungis einu sinni á ævinni smakkað bjúgu hjá ömmu sinni í sveitinni. En blessuðu barninu langaði baaaara í bjúgu. Vert er að taka fram að þessi litli gaur borðaði hvorki meira né minna en tvö bjúgu þennan fallega dag í ágúst 2005.
Uppskrift
Það sem litli guttinn fékk þennan dag hjá ömmusysturinni: Íslensk lambabjúgu með kartöflumús, soðnu brokkolíi og grænum baunum.