Bjúgu , slátur , rabarbaragraut , grjónagraut og mjólkurglas

  • Allt árið

  • Annað

Uppskrift

Mér þykir sniðugt að bjóða uppá þann mat sem Íslendingar sakna þegar þeir búa í útlöndum, af því hef ég reynslu af því sjálf. Og ekki bara það, heldur er þetta matur sem ekki allir nenna að elda en elska samt þegar þetta er í boði. Mjög margt sem fólk saknar og tvennt af því eru bjúgur og svo slátur. Hef sjálf búið í útlöndum og maður tók þetta með sér, sem og hef ég tekið þennan mat ofl íslenskt, með mér til Íslendinga sem búa í útlöndum, meira að segja grænar Ora baunir í dós.

Hægt að hafa rétt með bjúgum, íslenskum kartöflum, hvítri sósu (uppstúf með smá múskat í og ekki of miklum sykri, uppbakað), rauðkál og grænum Ora baunum. Hægt að bjóða uppá Kindabjúgu, Svínabjúgu og svo Hrossabjúgu, eitthvað fyrir alla. Eða þá bara þá tegund sem mest selst hjá td SS, giska á að það séu Kindabjúgu. Passa vel að það sé þá ekki blandað, margir sem alls ekki vilja svínakjöt af ýmsum ástæðum og sama á við um hrossakjöt. Held að fáum sé illa við kindakjöt af menningarástæðum, annað með smekk á kjöti en ég held að kindabjúgu væru ásættanlegust og myndi engan stuða sem á annað borð , borðar kjöt.

Og svo slátur. Hafa það kalt í sneiðum og steikja á pönnu með smá sykri yfir. Hafa svo íslenska heita rófustöppu ( útlendingum þykir skondið og skrítið að við skulum borða rófur. Okkar rófur eru svo góðar en í útlöndum eru þær trénaðar og óætar og aðeins gefnar svínum ) með og einnig er mjög gott að bæta íslenskum karftöflum með og hvítri sósu ( uppstúf með smá múskat í og ekki of miklum sykri, uppbakað). Bjóða fólki að velja hvort vilji bæði lifrapylsu og slátur, eða bara aðra tegundina. Svo er líka alveg hægt að hafa það bara soðið og í sneiðum, en ég held að létt steiking á pönnu með sykri sé smartari framborin. Og það að hafa hvíta sósu með er svo svakalega gott og setja hana þá yfir matinn eins og við erum vön, ekki í litla skál til hliðar. Maður verður einnig saddari og sælari í maganum að hafa sósuna með, verður mun meira mettandi máltíð.

Matur sem við Íslendingr borðum og tímabært að hafa í boði víðar en á Múlakaffi og BSÍ. Stilla verði mjög í hóf, en hafa samt huggulega framborið.

Bjóða uppá kalda íslenska mjólk með í fallegu glasi, enda drekkum við mikið af mjólk almennt og ekki síst með mat. Það er gamall íslenskur siður. Það er ekki algengt að hægt sé að kaupa mjólkurglas á íslenskum veitinghúsum, en á þeim fáu sem ég veit um, er aðeins blá í boði og ekki tryggt að hún sé ísköld. Úr þessu er lítið mál að bæta og ég er alveg sannfærð um að mesta salan er í gulu léttmjólkinni og þá ætti hún frekar að vera í boði ( persónulega get ég ekki drukkið bláa, hún er of feit).

Ég er alveg sannfærð um að ferðamenn verða einnig mjög hrifnir og þá skiptir verðið miklu máli að sé stillt í hóf, enda mjög ódýrt hráefni. Selja einn svona disk á max 1000-1200 og ef mjólk pöntuð með, þá bæta við max 200 kr. á meðalstórt glas minst 250 ml eða svo. Allir vinir sem hafa heimsótt mig sem eru útlendingar , hafa verið mjög sepnntir og mjög ánægðir að smakka og borða allan íslenkan mat, ekki bara það skrítnasta eins og sviðahaus, hákarl og þessháttar, heldur einnig svona venjulegan heimilismat og þykir þetta allt saman mjög gott ;)

Svo væri líka sniðugt og gott að bjóða uppá heitan íslenskan rabarbaragraut í eftirrétt og að sjálfsögðu með íslenskum rjóma útá. Það er heldur betur góður íslenskur siður og ég kann frábæra og mjög einfalda og fljótlega uppskrift sem um leið er mun girnilegri á að horfa en hefðbundinn eldunaraðferð, litur og áferð ( látið mig þá vita, tekur max 10 mínútur að búa þessa útgáfu til ).

Og af hverju þá ekki góðan grjónagraut með kanilsykri um leið ;)

Það vantar sárlega venjulegan íslenskan mat á veitingahús miðbæjarins, venjan er að ferðamenn vilja smakka mat sem aðeins fæst í landinu sem það heimsækir; mat sem það er ekki vant heiman frá sér. Það þarf ekki að vera flókið og svona réttir geta vel verið innan um ,,fínni" mat og dýrari og á allskonar veitingastöðum. Ferðamenn fá alveg nóg af allskonar útfærslum af góðum steikum, kjúklinga-og pastaréttum heima hjá sér.

Með von um að geta keypt svona sjálf á ferðum mínum um landið, sem og á veitingastöðum á Laugaveginum og í nágrenni í hjarta miðbæjarins.

Hjördís