Blóðmarengs í blóðkramarhúsi 2020

  • Annað

Saga réttar

Höfundar: Arnar Logi Kristinsson, Helgi Ólafsson, Redinaldo Rodrigues Reis, Jaime Armando Caicedo Vivas, nemendur í Hótel- og matvælaskólanum. Það var send inn tillaga á matarauður.is að nota blóð. Það er hægt að nota blóð í staðin fyrir egg þar sem að blóð er með mjög líka efnasamsetningu og egg, t.d. er hægt að nota blóð í stað eggja þegar aðili er með eggjaofnæmi. Með marengs þá byrjuðum við á því að gera hefðbundinn marengs og baka hann. Það kom ekki útlitslega nógu vel út þannig að við gerðum ítalskan marengs með smá matarlit. Það kom mjög vel út og bragðaðist vel. Hins vegar gátum við ekki notað ítalska því við gátum ekki bakað hann en hugsunin var að nota harðan marengs sem undirstöðu í réttinum. Þá datt okkur í hug að setja marengs á pönnukökurnar og það kom mjög vel út og var bragðgott. Leit vel út en það vantaði „crunch“ í réttinn. Við byrjuðum á því að gera blóðpönnukökur sem brögðuðust vel og innihéldu engin egg en diskurinn var of flatur og það var erfitt að gera canapé með því. Við hentum þá út pönnukökunum og gerðum kramhús kex í staðin og þá var rétturinn orðinn eins og hann er núna.

Uppskrift

Blóðkramhús kex
100 gr hveiti
200 gr sykur
100 gr egg
100 gr blóð

Blóð marengs
100 gr sykur
25 ml vatn
50 gr blóð
rauður matarlitur

• AÐFERÐ:
Kex: Egg og blóð hrært vel saman. Þá er hveiti blandað við og látið standa í klukkutíma. Blöndunni er hellt í þunnu lagi í kringlótt form og bakað við 200°C í 4 mínútur. Tekið úr ofni og vafið upp í form og látið kólna.

Marengs: Blóð er þeytt upp í hrærivél þar til það er komið loft í það. Vatn og sykur er hitað í potti þar til það nær 120°C. Sykurblöndunni er hellt rólega í blóðið á meðan það er hrært á meðalhraða. Hrærið á meðal hraða þar til að það er komið nægilega mikið loft í marengs.