Blómkál með fennel og sinnepsfræjum

  • Allt árið

  • Grænmetisréttur

Saga réttar

Þenna rétt elska allir og um að gera að krydda okkar frábæra grænmeti á skemmtilegan máta en leyfa því samt að halda sínum einkennum og ferskleika.

Uppskrift

Blómkál með fennel og sinnepsfræjum
1 stk blómkálshaus
7 msk sólblómaolía
2 tsk fennel fræ
1 msk svört sinnepsfræ
1 msk fínt skorinn hvítlaukur
¼ tsk turmeric duft
¼ tsk cayenne pipar
1 ½ tsk salt
4 msk vatn
Hitið olíuna og ristið fennel- og sinnepsfræin þar til þau fara að poppa. Setjið þá hvítlauk, krydd og blómkál (skorið í ca 5 cm stóra bita) út á pönnuna ásamt vatninu, hrærið í og skellið lokinu yfir og eldið í ca 6-7 mínútur. Blómkálið á ekki að vera fulleldað og lint.