Bræðrabylta
-
Norðurland
-
Vor
-
Kjötréttur
Saga réttar
þegar við bræður höldum karlakvöld, kallast það "Bræðrabylta". Kétmeti er gjarna á borðum, gamaldags með jafningi. Til að þóknast misjöfnum sjónarmiðum var eftirtalin uppskrift samin:
Uppskrift
2 sviðakjammar, 2 bjúgu, hveitijafningur, kartöflur, grænar ORA baunir, rófustappa.
Sviðin eru soðin og kæld, bjúgun líka. Hálfur sviðakjammi og hálft bjúga eru svo límd saman með rófustöppu, hveitijafningi hellt yfir, borið fram með kartöflum og ORA baunum. Verði ykkur að góðu.
Útfærsla nemenda við Hótel- og matvælaskólanum var eins og myndin sýnir. Bjúga skorin þvert í 2cm strimla, rúllað upp og svið vafið utan um. Í kartöflunni var ertumauk í jafningi