Brauð á pönnu

  • Suðurland

  • Allt árið

  • Kaffibrauð

Saga réttar

Faðir minn tók stundum brauð sem var að verða gamalt og steikti það í smjöri á pönnu og stráði kanilsykri yfir (og undir). Það er alveg einstakt bragð sem kemur af steikingu brauðs í íslensku smjöri. Þessa hugmynd útfærði ég síðan í að steikja samloku með hamborgarhrygg og osti í smjöri.

Uppskrift

Íslenskt smjör brætt á pönnu.
Samlokubrauðsneið (Myllan) sett í smjörið.
Ein sneið af hamborgarhrygg (Ali) sett á brauðið.
2-3 sneiðar af brauðosti settar ofan á kjötsneiðina.
Önnur samlokusneið sett ofan á.
Öllu snúið við og lagt ofan í brætt smjör á pönnunni.
Mikilvægt er að spara ekki smjörið og steikja við
mátulegan hita, eða þar til osturinn er bráðinn og
hvor hlið á brauðinu er orðin gull-brún.