Brauðsúpa

  • Vestfirðir

  • Allt árið

  • Súpa

Saga réttar

Réttur frá bernsku minni í Bolungarvík. Mamma fór einn vetur í Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði.

Uppskrift

375 g rúgbrauð
2 l vatn
100 g sykur
1 dl sæt saft eða malt
1 sítróna í sneiðum
Brauðið er lagt í bleyti í hluta vatnsins í nokkrar klst. Soðið upp í öllu vatninu í 30 mín. Brauðið stappað vel eða í gegnum sigti, Sett aftur í suðu, sykur,saft og sítróna og soðið í 10 mín. Borið fram með þeyttum rjóma og mjólk ef vill.