Byggsalat með bláberjum

  • Sumar

  • Grænmetisréttur

Saga réttar

Um mig: Ég heiti Ursula Jäger og er frá Þýskalandi og kom til Íslands í fyrsta sinn á árinu 2004. Æ síðan elska ég landið ykkar og sérlega matargerð Íslands. Um uppskriftina: Þegar ég var barn var bankabygg fyrir mig óæti á erfiðum dögum. Ég frétti ekki að bygg getur bragðast frábærlega fyrr en ég kom til Íslands.

Uppskrift

Byggsalat með bláberjum

250 g bankabygg
6 dl vatn
1 tsk salt
150 g spínat
125 g bláber
125 g gráðostur
2 msk olía
salt og pipar

Setjið bygg í pott ásamt vatni og salti, sjóðið í um 30 mín. Byggið þarf að kólna.

Þvoið spínat og bláber og skerið spínatið og gráðostinn í fallega bita.

Hrærið olíu við salt og pipar.

Hrærið kólnaða bygginu við spínatið, ostinn og sósuna og látið trekkja.