Djúpsteikt hvelja með lifrarmús 2019

  • Fiskréttur

Saga réttar

Hvelja er „húð“ hrognkelsis sem fæst við slægingu.

Uppskrift

Djúpsteikt hvelja

Rauðmagi léttsoðinn í heilu lagi, körturnar skafnar af. Hveljan tekin, skorin í bita, dýft í tempura deig og djúpsteikt.

Tempura deig

450ml. hveiti, 40g. sykur, 10g. salt, 5g. lyftiduft og 500ml. sódavatn

Lifrarmús

400 g. Lifur
20 g. Salt
20 g. Brandy
25 g. Portvín
50 g. Hunang
4 g. Pipar
500 g. Smjör

Lifrin er skoluð vel með vatni. Allt hráefnið nema smjörið er sett saman í vacum poka og gufusoðið á 70°c í 20 mín. Öllu í pokanum sett í blandara og hakkað vel saman á meðan smjörinu er bætt rólega saman við í litlum bitum.